Strč prst skrz krk

2008-11-23

Ái

Filed under: Íslenska,Þríþraut,Formúla 1,Ruglið — Jón Lárus @ 01:07

Mbl.is þarf varla á prófarkalesurum að halda meðan þeir eru með skrifara á borð við þennan, eða hvað?

„Webber slasaðist er hann varð fyrir bíl í fjölþrautarkeppni í Tasmaníu í dag, en sjálfur reið hann torfæruhjóli. Brotnaði bein í hægri löpp og gekkst hann undir aðgerð vegna þess í dag. Komið var stálpinna fyrir í löppinni til að styðja við beinið meðan það gróir saman.“

Það þarf einbeittan brotavilja til að hnoða svona ósköpum saman.

Ósköpin eru ekki búin:

„Hann var fluttur með þyrlu á sjúkrahús og fyrstu fregnir af slysinu voru á þá lund að hann hefði slasast alvarlega og hlotið beinbrot hér og þar um líkanna.

Síðar kom í ljós, að einungis brotnaði eitt bein í hægri löpp. „Mark er hress og að beinbrotinu frátöldu er hann vel á sig kominn.““

Hvar ætli mbl.is hafi fundið þennan snilling?

2007-08-13

Þríþraut

Filed under: Þríþraut — Jón Lárus @ 19:29

Prófaði síðan í gær að taka hjól og hlaup, sem var tæpur helmingur af ólympíuvegalengdinni. Nánar tiltekið 18,2 km á hjóli og 4,4 km hlaup. Tímarnir voru nú ekki ógnvænlegir. 43:05 mínútur með hjólavegalengdina og 20 mínútur að hlaupa þetta. Plús svo 1 mínúta í að ganga frá hjólinu og koma sér af stað að hlaupa. Samtals 1:04:00. Þetta eru tímar sem verða mölvaðir rækilega.

Kemur í ljós að ég verð að útvega mér götuhjól ef ég ætla að keppa í þríþraut. Hef hjólað þessa sömu leið á götuhjóli á 36 mínútum. Svo er náttúrlega alltaf skrítið að byrja að hlaupa eftir að hafa hjólað. Tók mig 6 til 7 mínútur að ná upp almennilegum hlaupatakti.

2007-08-11

Var

Filed under: Þríþraut — Jón Lárus @ 18:20

svo að taka ákvörðun í morgun. Mig hefur lengi dreymt um að hlaupa maraþon í þriðja og síðasta skipti. Það átti þá að vera eitthvað stórt. Boston, New York, London eða eitthvað álíka. Ekki San Francisco samt.

Ákvað hins vegar í morgun að hætta við þá áætlun. Í staðinn er stefnan tekin á að taka þátt í þríþrautarkeppni. Ólympískri vegalengd. Það er að segja 1500 m sund, 40 km hjólreiðar og 10 km hlaup. Veit samt ekki ennþá hvar. Er samt þegar búinn að setja mér tímamarkmið.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.