bloggafmæli. Átti 5 ára bloggafmæli í gær. Kominn með vel yfir 900 færslur, sem er ekki svo slæmt miðað við að blogga bara á prímtöludagsetningum (nema með örfáum undantekningum, aðallega Fibonacci svindl þá).
2010-12-11
2010-09-11
Gullkorn
hjá Finni enn einu sinni. Mamma átti afmæli í dag. Varð 67 ára. Í tilefni af því bauð hún okkur í mat. Þegar við mættum til þeirra þá rauk Finnur upp stigann til ömmu sinnar og sagði: „Jæja amma nú ert þú orðinn eldri borgari!“. Við ranghvolfdum alveg augunum yfir þessu, ekki endilega víst að þetta sé eitthvað sem maður vill vera minntur á. Amma hans hins vegar hló nú bara að þessu.
2010-05-31
Fífa verður
18 ára á morgun. Ekki smá hvað þessi tími flýgur áfram. Innilega til hamingju með afmælið Fífa mín.
2010-04-29
Ekki nóg með
það heldur á Finnur afmæli á morgun. Verður 10 ára. Til hamingju með afmælið litli gaur.
2010-04-5
Afmæli
Ekki nóg með að Freyja hafi fermst í dag, heldur á hún líka afmæli á morgun. Allt að gerast!
Innilega til hamingju með afmælið á morgun Freyja mín.
2010-03-3
Bjössi bróðir
á afmæli í dag. Til hamingju með það litli bróðir!
Fór svo að reikna í dag og komst að þeirri niðurstöðu að hann er orðinn 3 árum eldri en ég. Hann orðinn 42ja en ég bara 39. Já sumir eldast hraðar en aðrir því hann var 11 árum yngri en ég þegar hann fæddist.
2009-03-14
Aukafærsla
Var búinn að kaupa afmælisgjöfina, vídeótökuvél fyrir langalöngu. Svona til að Hildigunnur fengi nú samt smá pakka þá keypti ég nú þennan öskubakka, nei ég meina kertastjaka…
Vissi að henni leist vel á hann.
2009-03-13
Afmælið
hennar Hildigunnar eftir nokkrar mínútur. Innilega til hamingju með 27 ára afmælið, ástin mín!
2009-03-11
Síðbúin
afmælisgjöf frá Finni.
Þetta var hann búinn að vera að dunda sér við að gera (með smá aðstoð ömmu sinnar) síðan einhvern tímann fyrir jól. Hann fór síðan í heimsókn til ömmu sinnar og afa um síðustu helgi og þá var rekið smiðshöggið á verkið.
2009-01-23
Það voru svo ekki bara stelpurnar
sem áttu þátt í matargerðinni í dag. Með eftirréttinum (heimagerðum vanilluís) var hnausþykk, dökk súkkulaðisósa, sem Finnur gerði – næstum því hjálparlaust – upp úr nýju súkkulaðibókinni, sem kom út fyrir jólin.
Hann er búinn að stúdera bókina út í ystu æsar og gera tvær uppskriftir úr henni nú þegar. Fleiri, sem hann vill ólmur og uppvægur gera sem fyrst.
En aftur að ísnum og súkkulaðisósunni. Ísinn, snilld eins og endranær, súkkulaðisósan var svo bara til að kóróna réttinn. Ofboðslega góð.
Stelpurnar
dekruðu ekkert smá við mig í morgun á bónda og afmælisdaginn minn. Vöktu mig klukkan hálf átta í kanadískar pönnukökur. Ekki slæmt að vera vakinn og fá rjúkandi heita klatta með hlynsírópi í morgunmat.
Deigið í pönnukökurnar hafði verið útbúið með mikilli leynd meðan ég og Freyja skruppum á mótmælin í gærkvöldi (komu sér víst vel þessar auka fimm mínútur sem við ákváðum að vera lengur niðurfrá). Síðan vöknuðu þær eldsnemma til að steikja. Sendu svo Finn niður til að vekja okkur Hildigunni þegar allt var tilbúið. Ég var algerlega grunlaus og áttaði mig fyrst á leið upp stigann þegar ég fann pönnukökuilminn.
Ekkert smá ánægður með þessa krakka, sem við eigum.
2008-12-11
2008-11-17
Karl
faðir minn á afmæli á morgun. Ekkert smá afmæli heldur 80 ára. Til hamingju með það!
2008-08-11
3 afmæli og jarðarför
Þeystumst landið nánast enda á milli um helgina til að vera við þrefalt afmæli. Fertugsafmæli Helgu svilkonu, sjötugsafmæli mömmu hennar og tíu ára afmæli Brynhildar, dóttur Helgu og Þorbjarnar. Hildigunnur lýsir ferðalaginu í þaula hér í skemmtilegri færslu.
Þurftum síðan að vera komin heim í gær því í dag var Bjössi frændi, sem lést fyrir nokkrum dögum, jarðsettur. Falleg athöfn í góðu veðri. Hljómeyki söng, fólk almennt mjög ánægt með þeirra framlag. Hallveig með sóló. Skilaði því glæsilega eins og við var að búast.
Þessi þeytingur allur hefur hins vegar gert það að verkum að ég er alveg búinn að vera núna. Verður farið snemma í bólið.
2008-05-3
Seinna strákaafmæli
búið. Verð nú að viðurkenna að það er nú alltaf ágætis tilfinning þegar því er aflokið. Munaði talsverðu að geta hent þeim út í garð eftir borðhaldið. Þeir héldust reyndar frekar stutt inn í garðinum. Voru frekar fljótt komnir upp á skúrþök hérna í nágrenninu. Ég smalaði þeim tvisvar úr nærliggjandi görðum og ofan af skúr sem er búið í hérna rétt hjá. Við takmarkaða hrifningu að sjálfsögðu. Þetta gekk nú annars ágætlega fyrir sig. Ekkert, sem brotnaði og enginn þurfti að fara á slysó. Eina sem kom upp á var að einn guttinn rispaðist aðeins þegar hann var að klifra niður úr tré.
2008-04-29
Ammæli
Litli gutti, hann Finnur á afmæli á morgun. Orðinn 8 ára. Til hamingju elsku kallinn minn.
2008-04-5
Ammli
Freyja á afmæli á morgun. Verður 12 ára. Ekki smá, sem tíminn flýgur. Innilega til hamingju með afmælið Freyja mín.
2008-03-13
Eftir nokkrar mínútur
rennur upp afmælisdagur Hildigunnar. Innilega til hamingju með afmælið, ástin mín.
2008-03-11
Tíhíhí
Keypti afmælisgjöfina fyrir Hildigunni fyrir langalöngu, í janúar nánar tiltekið. Er búið að vera erfitt stundum að halda sér saman en mér hefur tekist það þangað til í dag að ég missti það út úr mér. O jæja, það eru nú líka ekki nema 3 dagar í afmælið hennar.
Held að hún sé forvitin núna…
2008-01-23
Ekki amalegt
að vera vakinn og í morgunmatinn eru bandarískar pönnukökur og meðlæti. Ekki smá flottar stelpur, sem við eigum.