Strč prst skrz krk

2007-11-29

Tenglalistinn

Filed under: Blogg,Bloggarar — Jón Lárus @ 22:10

Tók þvílíkt til í tenglalistanum mínum um daginn. Var mjög grimmur. Henti út öllum, sem ekki hafa bloggað í langan tíma. Meira að segja tenglar á Fífu og Bjössa bróður fengu að fjúka. Þau fá þá bara nýjan tengil ef þau byrja að blogga aftur.

Síðan var Finnur að fá WordPress síðu.  Geysilega spenntur yfir því. Var alveg áðan: „Pabbi, pabbi ætlarðu að kíkja á síðuna mína?“ Ekki hægt annað en að bæta honum inn á tenglalistann.

2006-01-23

Ég var klukkaður af Hildigunni Fernt sem ég hef …

Filed under: Bloggarar — Jón Lárus @ 00:19

Ég var klukkaður af Hildigunni

Fernt sem ég hef unnið við:

Byggingavinnu
Kornskurð
Forritun
Í loftlínuflokk hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur

Fjórar bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur (talandi um erfitt val):

La strada
Shawshank Redemption
Life of Brian
Með allt á hreinu

Fjórir sjónvarpsþættir sem ég fíla:

Lost
Desperate housewifes
24
Allo, allo (ok, þeir eru gamlir en það stóð ekkert um að þeir þyrftu að vera sýndir núna)

Fjórir höfundar sem ég les:

Carl Hiaasen
Minette Walters
John Gribbin
Jasper Fforde

Fjórir staðir sem ég hef búið á:

Njálsgötu 6
Toftebæksvej 55, Lyngby, Danmörku
Odda á Rangárvöllum
Skúlagötu 62

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum.

Heidelberg
Bologna
Sousse
London

Fjórar síður sem ég kíki daglega á (erfitt)

Hildigunnur
Mikkalistinn
planet-f1.com
Baggalútur

Fernt matarkyns sem ég held upp á: (Arg, hvernig á maður að velja hérna, reyni samt)

Paprikusnitsel
Osso buco Milanese
Boeuf à la Bourguignonne
Grillaður skötuselur

Fjórir staðir sem ég vildi heldur vera á núna:

Rio de Janeiro
Nýja Sjálandi
Jamaika
Tahítí

Fjórir bloggarar sem ég klukka

Held ég geri bara eins og Nanna og sleppi því að klukka aðra bloggara. Og þó klukka tvo:
Freyju og
Finn
Það er kannski gustuk að klukka líka bloggletingjann
bróður minn.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.