Strč prst skrz krk

2011-01-13

Ég nenni nú

Filed under: blóm,Málið — Jón Lárus @ 22:41

yfirleitt ekki að velta mér upp úr málvillum og málblómum á netmiðlunum.

Ég get hins vegar ekki orða bundist yfir því sem ég sá á Vísi.is núna áðan. Og þetta var fyrirsögn á fyrstu frétt! Talandi svo líka um gúrkutíð.

2010-11-23

Nóvemberkaktusinn

Filed under: blóm — Jón Lárus @ 23:12

okkar blómstrar nú eins og enginn sé morgundagurinn. Hann er núna loksins að ná sér á strik aftur eftir að Loppa ýtti honum út á gólf fyrir fjórum til fimm árum. Fyrir þann tíma blómstraði hann eins og vitleysingur, nánast blóm á hverri grein. Við það að detta í gólfið þá brotnaði hann og hætti að blómstra að mestu leyti. Í hitteðfyrra komu nokkur blóm og í fyrra aðeins fleiri. Og nú blómstrar hann eins og hann eigi lífið að leysa. Smá sýnishorn hérna, myndir sem Freyja tók í dag:

Nóvemberkaktusinn okkar.

Og meira.

Og enn meira af nóvemberkaktusnum.

2010-07-13

Liljan

Filed under: blóm — Jón Lárus @ 23:32

okkar er nú ekki smá flott núna. Ég er ekki viss um að hún hafi verið svona flott áður hjá okkur.

Lilja

2010-06-2

Ástralía #8 (meira úr grasagarðinum í Sydney)

Filed under: blóm — Jón Lárus @ 23:53

Ég lofaði víst hér að setja inn einhverjar myndir af allra undarlegustu trjánum, sem við rákumst á í grasagarðinum í Sydney. Best að efna það loforð.

Fyrst er hér mynd af tré, sem kallað er flöskutré (eða bottle tree). Af þeim eru víst til fjölmargar tegundir og ekki allar eins og flaska eða karafla í laginu. Þetta tré leit út eins og flaska, sem er við það að velta um koll. Enda voru greinilega aðgerðir í gangi til að reyna rétta tréð við. Búið var að strengja línu (sem sést kannski ef myndin prentast vel eða hét það ekki það í gamla daga) í annað, mun stærra, rétt hjá.

Flöskutré

Annað stórundarlegt tré er hið svokallaða fílafótartré

Fílafótartré.

Banksíur (heita eftir grasafræðingnum sem var með Cook þegar hann rakst á Ástralíu) eru svo enn eitt furðuverkið. Blómin líta út svipað eins og könglar úr fjarlægð en eru það alls ekki.

Banksía

Eina sem ég er svekktur yfir er að hafa ekki áttað mig á því fyrr en síðar að wollemi pine (trjátegund sem fannst árið 1994, hafði fram að því aðeins verið þekkt sem steingervingur) vex villt rétt hjá Sydney. Það hlýtur að vera til eintak af þeirri plöntu í grasagarðinum þarna í Sydney. Fyrir áhugasama er hægt að lesa meira um þennan lifandi steingerving hér

2010-05-23

Ástralía #2 (grasagarðurinn)

Filed under: blóm,Ferðalög — Jón Lárus @ 23:46

Eftir að hafa dvalið nokkra daga í Sydney þá hafði ég varla séð neina plöntu sem ég kannaðist við. Einu trén sem ég þekkti voru platan tré og svo furur. Sama mátti segja um blómin. Einu blómin sem ég hafði séð áður voru blóm sem maður sér sem stofublóm heima.

Ég hafði frétt af því að í Sydney væri mjög flottur grasagarður og Þegar ISCM hátíðin var búin þá ákváðum við að kíkja aðeins á hann. Endaði nú á því að vera aðeins meira en kíkj. Tókum tvo langa göngutúra um garðinn og náðum að skoða talsvert stóran hluta af honum. Er ekki frá því að þetta sé flottasti grasagarður sem ég hef komið í ef ekki þá að minnsta kosti sá frjálslegasti . Þarna er fólk hvatt til að ganga á grasinu.

Alveg magnaðar sumar lífverurnar sem þrífast þarna fyrir sunnan. Flöskutré, fílafótartré og svo furðulegustu tré sem ég hef séð, frá Nýju Kaledóníu (myndir koma síðar).

2009-05-23

Sóleyjar (eða ekki)

Filed under: blóm — Jón Lárus @ 23:06

Skelli hérna inn myndum úr garðinum.

Skógarsóleyjarnar (sem eru náttúrlega engar sóleyjar) skarta sínu fegursta núna. Held svei mér þá að þær séu uppáhaldsblómin mín, sem vaxa í garðinum hjá okkur. Ofboðslega fallegar.

Skógarsóleyjar

Svo erum við líka með vænan brúsk af ofkrýndri hófsóley. Hún er nú ekkert slor heldur.

Hófsóleyin

2009-05-8

Samanburður

Filed under: blóm — Jón Lárus @ 19:27

á jólastjörnunni eftir að hafa verið klippt niður nánast við rót

Berstrípuð jólastjarna

og svo núna, tæpum tveimur mánuðum síðar:

null.

2009-03-19

Berstrípuð

Filed under: blóm,Grænir fingur — Jón Lárus @ 23:49

Það er jólastjarnan okkar eftir yfirhalninguna, sem ég gaf henni um helgina Hún var orðin svo gisin að ég ákvað að klippa hana rækilega niður. Svona lítur hún út núna:

Berstrípuð jólastjarna

Gleymdi að sjálfsögðu að taka af henni myndir áður en klippurnar fóru á loft.

2009-02-17

Nú þarf maður

Filed under: blóm — Jón Lárus @ 23:37

að fara að spá í hvaða kryddjurtum maður á að sá fyrir. Alveg að koma sá tími ársins. Ætli maður taki ekki steinselju og timjan eða oregano. Látum orðið duga að kaupa basil og eigum svo rósmaríntré í forstofunni. Ætli það sé ekki orðið þriggja til fjögurra ára gamalt.

2008-11-3

Potaði

Filed under: blóm — Jón Lárus @ 23:36

niður jólastjörnugræðlingi núna um helgina. Græðlingurinn varð til í vor en svo hefur farist fyrir að koma honum í mold þangað til núna. Svona lítur greyið litla út:

Jólastjörnugræðlingur

Ósköp smávaxinn miðað við móðurplöntuna, sem er örugglega orðin sex eða sjö ára gömul.

2008-05-29

Smá

Filed under: blóm,Garðurinn — Jón Lárus @ 22:29

myndasería úr garðinum.

Byrja á uppáhaldsblóminu mínu, skógarsóleynni.

Skógarsóleyin

Man svo ekkert hvað næstu tvö heita. Þeir lesendur, sem eru með þetta á tæru, mega gjarnan láta ljós sitt skína.

Þetta er einhvers konar lilja, man bara ekkert hvað hún heitir

Annar nafnleysingi.

Hvítasunnuliljurnar eru svo búnar að vera mjög flottar í vor. Oft, sem að hefur komið rok og lamið þær niður en ekki núna.

Hvtasunnuliljurnar.

Verst að myndirnar af túlípönunum mistókust. Verð bara að henda slíkri mynd inn þegar Hildigunnur kemur til baka úr kórkeppninni.

2007-07-7

Sýrenan

Filed under: blóm,Garðurinn,Grænir fingur — Jón Lárus @ 23:19

okkar lítur bara ekki sem verst út.

Sýrena

Ég held hún hafi ekki áður verið svona flott hjá okkur áður. Fyrst eftir að við fluttum hingað þá blómstraði hún næstum ekki neitt. Hrúgur af þrífosfati höfðu hins vegar greinilega áhrif til hins betra.

2007-07-2

Aspasinn

Filed under: blóm — Jón Lárus @ 23:01

okkar byrjaði að blómstra núna um daginn einhvern tímann. Ég tók hins vegar ekkert eftir því fyrr en allt var orðið stráð blómum fyrir neðan plöntuna. Látlaus blóm hvað?

2007-02-2

Undarleg jurt

Filed under: blóm,Myndir — Jón Lárus @ 23:26

.flickr-photo { border: solid 2px #000000; }.flickr-yourcomment { }.flickr-frame { text-align: left; padding: 3px; }.flickr-caption { font-size: 0.8em; margin-top: 0px; }


DSC00162, originally uploaded by dick_pountain.

Er bara að prófa að blogga úr Flickr. Veit annars ekki hvar í ósköpunum svona lagað vex…

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.