Hæstiréttur er nú búinn að dæma olíufélögin (fyrir utan Atlantsolíu að sjálfsögðu) til að greiða Reykjavíkurborg skaðabætur vegna verðsamráðs. Sjá hér. Kominn tími til og eins gott að Hæstiréttur hlustaði ekki á aumkunarverða vörn félaganna, sem hljóðaði á þá leið að þau hefðu ekki borið neitt úr býtum með verðsamráðinu, jafnvel tapað á því! Hvar er Brøste núna? Þetta hlýtur að vera prófmál og vonandi að sem flestir sæki rétt sinn gagnvart þessum glæponum.