Strč prst skrz krk

2012-12-8

Silkitoppur

Filed under: Garðurinn — Jón Lárus @ 20:49

Síðasta mánuðinn eða svo hefur hópur af silkitoppum verið á sveimi um nágrennið.  Ég var búinn að sjá hóp af þeim á Bjarnarstíg.  Fyrir nokkrum dögum þá sá Fífa þessa úti í garðinum okkar og kallaði á mig. Þegar ég sá að það var silkitoppa sitjandi í runna í garðinum okkar þá kallaði ég á Freyju og fékk hana til að taka mynd af henni.

Svakalega flottur fugl. Hann var heldur ekkert feiminn. Hreyfði sig ekki þó við værum innan við tvo metra frá honum.

2011-06-17

Skógarsóleyjar

Filed under: Garðurinn — Jón Lárus @ 22:10

í garðinum okkar, mynd tekin í kvöld.

Skógarsóley

Skógarsóley

Uppáhaldsblómið mitt í garðinum. Venjulega eru þær búnar um þetta leyti en kuldinn í vor virðist hafa seinkað þeim.

2009-05-7

Var búinn

Filed under: Garðurinn — Jón Lárus @ 23:46

að plotta að fara út í garð eitthvert kvöldið og hreinsa upp drasl, sprek og sinu. Jafnvel klippa berjarunnana aðeins til líka. Það hefur hins vegar alltaf verið svo mikil gjóla (fyrir utan kannski á þriðjudagskvöldið þegar ég var á fundi og ekki kominn heim fyrr en rúmlega níu) að mig hefur bara ekkert langað út í garð. Skánar vonandi um helgina.

2009-04-19

Allt að koma

Filed under: Garðurinn — Jón Lárus @ 22:11

til í garðinum okkar. Krókusarnir skarta sínu fegursta, rifsið og sólberjarunninn farin að laufgast. Liggur meira að segja við að það þurfi að fara að slá!

Skelli hérna inn nokkrum myndum af krókusunum.

Krókusar

Gulir.

Fjólubláir.

Hvítir.

Vetrargosi.

2008-07-5

Eftir að

Filed under: Garðurinn,Húsið,Stúss — Jón Lárus @ 15:51

hafa útvegað efni til að gera við læsinguna á garðhliðinu þá fórum við með hliðið í viðgerð hjá járnsmiðnum okkar. Mér datt ekki í hug að hliðlæsingin myndi virka, það hefur ekki verið húnn á hliðinu síðan við fluttum hingað fyrir þrettán árum. Járnsmiðurinn prófaði að setja hún í hliðið og þá kengvirkaði lokan bara. Magnað.

Hliðið fyrir viðgerð.

Þannig að það var ákveðið að smíða nýjan hún á hliðið, laga lamirnar aðeins, hefur étist ansi mikið úr þeim eins og sést kannski á myndinni. Einnig þarf að smíða móttak til að festa á garðvegginn. Fáum hliðið kannski til baka í næstu viku. Verður spennandi að sjá hvernig þetta kemur út.

2008-07-3

Verð bara

Filed under: Garðurinn — Jón Lárus @ 22:39

að monta mig af sýrenunni okkar.

sýrenan � fullum blóma

Frá því við fluttum hingað (fyrir 13 árum) þá hefur hún aldrei verið neitt í líkingu við þetta. Fyrstu árin þá komu nokkur blóm á hana og við vorum við það að henda henni út; héldum að þetta væri lélegt kvæmi eða eitthvað. Ég ákvað samt að þrjóskast aðeins við. Fékk nokkur góð ráð hjá garðyrkjusnillingi, sem við þekkjum og árangurinn er þessi núna.

2008-05-29

Smá

Filed under: blóm,Garðurinn — Jón Lárus @ 22:29

myndasería úr garðinum.

Byrja á uppáhaldsblóminu mínu, skógarsóleynni.

Skógarsóleyin

Man svo ekkert hvað næstu tvö heita. Þeir lesendur, sem eru með þetta á tæru, mega gjarnan láta ljós sitt skína.

Þetta er einhvers konar lilja, man bara ekkert hvað hún heitir

Annar nafnleysingi.

Hvítasunnuliljurnar eru svo búnar að vera mjög flottar í vor. Oft, sem að hefur komið rok og lamið þær niður en ekki núna.

Hvtasunnuliljurnar.

Verst að myndirnar af túlípönunum mistókust. Verð bara að henda slíkri mynd inn þegar Hildigunnur kemur til baka úr kórkeppninni.

2008-05-21

Er búinn að sanka að mér

Filed under: Garðurinn,Hjólreiðar — Jón Lárus @ 21:21

hjóladóti undanfarna daga.

Fór í Markið í fyrradag. Þurfti að kaupa nýtt dekk á hjólið því ég eyðilagði hjá mér dekk þegar ég hjólaði yfir eitthvað járndrasl hjá nýja Tónlistarhúsinu. Fjárfesti líka í nýjum hjálmi því sá gamli var kominn vel fram yfir það, sem er ráðlagt sem endingartími. Þegar ég kom á staðinn þá mundi ég eftir því að við ætluðum alltaf að kaupa okkur hjólagrind til að setja á bílinn. Þarna fékkst þessi fína grind, fyrir þrjú hjól, sem hægt er að festa á kúluna á bílnum á 10.000 kall. Ekki slæmt. Nú er hægt að kippa hjólunum með ef við skreppum út úr bænum.

Við íbúarnir í húsinu hérna vorum svo búin að ákveða að kaupa hjólagrind til að setja á garðvegginn (þetta gengur nefnilega ekki lengur að hafa hjólin út um allan garð). Ég fór á stúfana og fann þessa fínu grind fyrir fimm hjól á 20.000 í Borgarhjóli. Var keypt í gær. Er reyndar ekki búinn að henda henni upp ennþá en það kemur.

2008-04-19

Nú gæti verið

Filed under: Blogg,Fjölskyldan,Garðurinn — Jón Lárus @ 23:57

að Hildigunnur sé að blogga um það sama og ég. Við hentum útiörnunum út á pall áðan og kveiktum upp. Sátum úti á palli, öll nema Finnur, sem var búinn eftir langan hjólatúr. Held að ég hafi kveikt upp í örnunum upp úr kl. 9 og við vorum ekki komin inn fyrr en klukkan hálf tólf. Ekki slæmt.

Greinilega alveg hægt að setjast út á pall í apríl ef veðrið er stillt og báðir arnarnir notaðir. Fengum þá ekki fyrr en í fyrra þannig að við höfum ekki samanburðinn.

2008-04-13

Krókusarnir

Filed under: Garðurinn,Veðrið — Jón Lárus @ 22:07

Fá að kenna á því þessa dagana.

Svona litu þeir út í gær. Sólin skein og þeir voru galopnir.

Krókusarnir

Síðan í morgun þegar við komum út var ástandið svona:

Krókus á kafi  snjó

Annar krókus  snjóskafli

2008-03-19

Fyrstu

Filed under: Garðurinn,Veðrið — Jón Lárus @ 22:10

krókusarnir eru farnir að gægjast upp úti í garði. Óvenjulega snemmt held ég því yfirleitt eru plönturnar í garðinum okkar ekkert sérlega snöggar til. Vonandi bara að hretið, sem spáð er á næstu dögum gangi ekki alveg frá þeim.

2007-10-29

Haustlaukarnir

Filed under: Garðurinn — Jón Lárus @ 23:13

Potaði svo niður niður nokkrum túlípanalaukum í gær, sem við keyptum fyrir nokkru en vorum ekki búin að koma í verk að setja í mold. Ekki kannski beinlínis æskilegustu aðstæður. Héla yfir öllu og hitastigið örugglega um frostmark. Verður bara að koma í ljós hvernig þetta kemur út.

2007-09-2

Sólberin

Filed under: Garðurinn,Matur — Jón Lárus @ 23:53

tínd í dag. Síðasta svona tínsludæmið. Veit ekki alveg hvort að við sultum þetta eða frystum. Kemur í ljós. Held samt að við höfum ekki áður fengið eins mikla uppskeru af runnanum.

2007-07-7

Sýrenan

Filed under: blóm,Garðurinn,Grænir fingur — Jón Lárus @ 23:19

okkar lítur bara ekki sem verst út.

Sýrena

Ég held hún hafi ekki áður verið svona flott hjá okkur áður. Fyrst eftir að við fluttum hingað þá blómstraði hún næstum ekki neitt. Hrúgur af þrífosfati höfðu hins vegar greinilega áhrif til hins betra.

2007-06-19

Hreinsaði

Filed under: Garðurinn,Hm? — Jón Lárus @ 20:03

fífla í tugatali úr garðinum um helgina. Það var bókstaflega eins og hefði verið sáð fyrir fíflum. Fór svo að hugsa ef maður kæmi í Flowerchoice og bæði um fíflafræ hvernig svipur kæmi á fólkið.

2007-05-19

Við féllum

Filed under: Fjölskyldan,Garðurinn — Jón Lárus @ 17:10

alveg kylliflöt fyrir útiarninum, sem Hallveig og Jón Heiðar fengu sér um daginn. Snarhættum við að kaupa svepp og fengum okkur í staðinn lítinn útiarinn. Ekki spillti fyrir að hann var á 40% afslætti þ.a. við fengum hann á undir 10.000 kall.

Sendi síðan Freyju út til að taka mynd af herlegheitunum.

útiarininn

Fyrsti

Filed under: Dægradvöl,Garðurinn,Veðrið — Jón Lárus @ 00:20

dagurinn á pallinum áðan. Alltaf jafn gaman þegar veðrið fer fram úr spánum. Ég var nákvæmlega búinn að olíubera garðhúsgögnin þannig að þetta passaði fullkomlega. Var meira að segja ekki búinn að henda út garðborðinu fyrr en ég kom heim úr vinnunni.

2006-08-13

Úrvinda

Filed under: Garðurinn,Hlaup,Veikindi — Jón Lárus @ 23:07

Ég var of þreyttur til að blogga í gær en tímdi samt ekki að missa af bloggdeginum. Þannig að ég tók frá smá pláss. Fékk síðan þessa ömurlegu magapest í nótt (örugglega það sama og Finnur var með í fyrradag og svo aftur í morgun). Er bara rétt að skreiðast á fætur núna 😦
Þetta þýðir líka að ég er hættur við að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni um næstu helgi. Ekkert gaman að hlaupa ef maður er ekki í toppformi. Grrr…
En að öðru jákvæðara. Við kláruðum undirvinnuna fyrir nýju stéttina í gær. Búin að vera svakaleg törn. 3 dagar í mokstur og svo lokasnurfus í gær. Feginn að þetta er búið í bili. Handleggirnir á mér eru líka fegnir, þvílíkar harðsperrur, sem ég er með.

2006-05-23

Sýrenan

Filed under: Garðurinn,Veðrið — Jón Lárus @ 21:38

Vesalings sýrenan úti í garðinum lítur orðið út eins og hún sé sandblásin. Skrambans rok og kuldi 😦

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.