Strč prst skrz krk

2010-01-19

Fengum loksins í gær

Filed under: Fjölskyldan,Græjur — Jón Lárus @ 23:12

plötuspilarareimina, sem ég pantaði um jólin. Ég bloggaði um þetta á sínum tíma.

Reimin kostaði komin til landsins 5000 kall, þar af kostaði reimin sjálf ekki nema þriðjunginn. Restin flutningskostnaður, tollar og gjöld.

Einhentum okkur í að koma spilaranum í gang í gær. Það gekk ágætlega fyrir utan að við vorum smá stund að losna við hræðilegt jarðhljóð. Gekk að lokum með því að jarðtengja bæði plötuspilarann og formagnarann sem merkið frá spilaranum er tekið í gegnum.

Fífa er alsæl með þetta. Og gömlu Queen plöturnar komnar á fullan snúning eftir langa hvíld.

2009-12-29

Turntableneedlesdotcom

Filed under: Fjölskyldan,Græjur,Hátíð — Jón Lárus @ 21:44

Við gáfum Fífu í jólagjöf lítið box, sem lagar til merki frá plötuspilara þannig að hægt sé að tengja við annan inngang en phono á magnara (enginn slíkur inngangur á magnaranum okkar). Hún var búin að nauða um þetta lengi til að geta spilað vínilplötur, þetta var ekki bara af því að við séum vondir foreldrar.

Á jóladagsmorgun þá fórum við í það verkefni að tengja boxið. Það gekk vel en þegar við settum plötu á fóninn og ætluðum að setja hann af stað þá snerist diskurinn ekki. Við rifum plötuspilarann út úr skápnum og skoðuðum hann. Í ljós kom að reimin sem átti að snúa diskinum var slitin. Nú voru góð ráð dýr. Mjög ólíklegt að finna þennan varahlut hér á landi, plötuspilarinn orðinn 23ja eða 24ra ára gamall og umboðið farið á hausinn.

Við prófuðum þess vegna að gúggla plötuspilara og varahluti. Fundum tiltölulega fljótlega síðuna turntableneedles.com. Þar fundum við svo rétta reim eftir stutta leit. Á innan við hálftíma frá því við fundum út hvað var að þá vorum við búin að ganga frá pöntun á nýrri reim. Hún kostaði ca. 28 dollara, varahlutur ásamt sendingarkostnaði. Ekki kannski alveg ódýrt en tæplega hægt að vonast til að sleppa ódýrar frá þessu.

Netið er snilld

2008-11-23

Leiðsluflækjur

Filed under: Græjur,Húsið — Jón Lárus @ 23:57

Frá því að við tókum inn net, síma og sjónvarp í gegnum ljósleiðara þá er ég búinn að vera á kafi í að ganga frá leiðslum og snúrum út um alla íbúð. Núna í dag kláraðist síðasti áfangi af þremur.
Fyrsti áfangi var að tengja allt saman. Síðan þurfti að ganga almennilega frá öllum þessum köplum og snúrum. Það var gert í tveimur áföngum. Sá síðari kláraðist í dag. Mjög ánægður með að þetta er búið.

2008-10-29

Dósatónlist

Filed under: Græjur,Hneykslun — Jón Lárus @ 22:42

Var neyddur til að hlusta á ca. hálftíma af dósatónlist áðan.  Við vorum að fá okkur síma, net og sjónvarp í gegnum ljósleiðara.  Besta mál, nema sjónvarpið kom ekki af sjálfu sér.  Þannig að ég hringdi í 1414 til að fá aðstoð.  Beið og beið og beið og beið.  Enginn þjónustufulltrúi laus.  Á meðan var dembt yfir mig dósatónlist í stríðum straumum.  Elvis venjulega er alveg nógu slæmur en niðursoðinn!  Fékk svo eftir langa mæðu samband við þjónustufulltrúa, sem breytti eitthvað stillingum á uppsetningunni þ.a. sjónvarpið datt inn.  Sit svo hér og er að reyna að jafna mig eftir þessa lífsreynslu.

2007-10-17

Garmin raunir

Filed under: Græjur — Jón Lárus @ 23:32

Garmin hlaupagræjan mín er fín. Ég er búinn að nota hana villt og galið í þessi ca. tvö ár sem ég hef átt hana. Hins vegar er hugbúnaðarstuðningurinn þegar búið er að tappa gögnunum af tækinu alveg glataður.

Fór í það um síðustu helgi að færa nokkra hlaupa og hjólahringi inn á Google maps. Hafði gert það einu sinni áður fyrir nokkrum mánuðum. Það er alveg ótrúlegt vesen því Garmin skilar bara frá sér gögnum á einu sniði (garmin xml). Ég var náttúrlega búinn að steingleyma hvernig ætti að fara að þessu. Og það tók smá tíma að rifja það allt saman upp. Það sem ég þurfti að gera var eftirfarandi:

1) Flytja gögnin út úr Garmin á xml sniði. Öll hlaup frá upphafi í einu xml skjali.
2) Fara í GPSVisualizer (www.gpsvisualizer.com/forerunner/split). Þar er hægt að hlaða inn xml skjalinu og fá til baka zip skrá þar sem búið er að skipta hlaupunum upp.
3) Afþjappa zip skrá og finna hlaupin, sem ég hafði áhuga á.
4) Fara í GPSBabel (hugbúnaður til að varpa milli GPS skráasniða) og varpa xml skránum, sem ég vildi sjá á Google maps yfir á kml snið, sem Google notar.
5) Lesa skrárnar inn í Google maps.

Þannig að ef ég gleymi þessu aftur er ég kominn með notkunarleiðbeiningar hér.

2007-05-17

Snúruflækja

Filed under: Græjur — Jón Lárus @ 20:43

Við Hildigunnur vorum búin að fá nóg af snúruflækjunum undir tölvunni og á bak við sjónvarpið. Skruppum þess vegna út í Elkó í dag og keyptum tvö stór fjöltengi. Svo var ráðist á snúruflækjuna. Gleymdum að taka „fyrir“ mynd undir tölvunni en hér sést hvernig snúrusúpan leit út eftir átakið.  Gátum fækkað um tvö fjöltengi og einn aflgjafa.

hér

Við klikkuðum hins vegar ekki á þessu í sjónvarpsherberginu:  Svona var ástandið áður en við réðumst til atlögu.  Þvílíkt spaghettí!  Enda hafði tækjum verið hrúgað inn í langan tíma án þess að gera nokkuð í snúruhrúgunni.
Svona

Eftir að var búið að greiða úr flækjunni var útlitið hins vegar orðið svona:
Svona

Þvílíkur munur.

2007-05-11

Rændi

Filed under: Græjur — Jón Lárus @ 20:55

þessu frá Kalla. Mér finnst þetta æðislegt. Útlitið á járninu reyndar hræðilegt (hefðu þurft að fá Ítala til að sjá um þá hlið) en afurðin þvílík snilld!

2007-01-23

Tækjaraunir

Filed under: Græjur — Jón Lárus @ 22:38

Það er ekkert smá, sem að rafmagnstækin okkar gefa upp öndina þessa dagana. Við endurnýjuðum tölvuna, DVD spilarann og ísskápinn. Gamla tölvan orðinn óttalegur ræfill, ísskápurinn líka og DVD spilarinn af tæknilegum ástæðum.

Haldið þið ekki að brauðristin okkar hafi ekki tekið upp á því að geispa golunni líka nú um helgina. Er satt að segja búinn að fá nóg af þessu. Eins gott að önnur tæki haldi sig á mottunni í bili.

2007-01-19

Nýja tölvan

Filed under: Græjur — Jón Lárus @ 19:23

Ég veit að Hildigunnur er búin að monta sig af nýju vélinni okkar. Ég verð bara að gera það líka. Hér er græjan.

2007-01-13

DVD

Filed under: Græjur,Seríur — Jón Lárus @ 18:04

Vorum að kaupa nýjan DVD spilara. Það kom nú reyndar ekki til af góðu. Gamli spilarinn okkar, sem við keyptum fyrir 4 eða 5 árum spilar ekki diska nema af svæði 2. Þessa dagana erum við að horfa á 2 sjónvarpsseríur (House og Grey’s anatomy) á diskum, sem eru af svæði 1. Við höfum fram að þessu horft á þetta í tölvunni en það er vesen. Miklu þægilegra að horfa í sjónvarpinu.

Þegar við keyptum gamla spilarann spurðum við að sjálfsögðu að því hvort hann spilaði ekki öll svæði. Jú, jú, jú var svarið hjá sölumanninum. Á mörgum svona spilurum er hægt að virkja öll svæði þó þeir séu gefnir upp fyrir að spila bara svæði 2 svo dæmi sé tekið. Ekki á þessum. Við fundum einhverja síðu þar sem gefin var upp aðferð til að virkja öll svæði á þessum spilara. En það virkaði að sjálfsögðu ekki. Keyptum svo aðgang að einhverri síðu þar sem átti að vera lausn á vandamálinu. Kom í ljós að það var bara sami kóðinn og við höfðum fundið annars staðar og virkaði ekki. Grrrr…..

Þannig að við skelltum okkur í Sjónvarpsmiðstöðina í dag og keyptum nýjan spilara. 10.000 kall fyrir spilara, sem spilar öll svæði. Ekki slæmt. Þegar ég ætlaði svo að tengja spilarann þá kom í ljós að hann var ekki með SCART tengi (erum ekki með plasma eða LCD sjónvarp). Þannig að ég þurfti að fara smá krókaleiðir til að tengja spilarann. Hafðist að lokum þ.a. á eftir horfum við í sjónvarpinu. Jibbí.

2006-10-28

Google Earth

Filed under: Græjur — Jón Lárus @ 23:59

Vá. Ekkert smá sem Google Earth er flott forrit. Var að uppgötva að ég get flutt skrár af Garminum mínum (reyndar eftir smá krókaleiðum. Þarf að breyta sniðinu á XMLinu sem hlaupagræjan skilar frá sér yfir á eitthvað KML snið sem Google skilur) inn í Google Earth. Þá er hægt að sjá hlaupaleiðina á kortinu. Geexla kúl!

2006-05-19

Nú getum við loksins farið að elda

Filed under: Græjur,Matur — Jón Lárus @ 21:39

Fengum nýju gaseldavélina okkar í byrjun vikunnar. það var svo ekki fyrr en í dag að við fengum gasmann til að tengja vélina. Nú er það loksins búið. Vélin var svo vígð í kvöld með kindarísottó a la Hallveig.
Nú þarf maður ekki lengur að eiga það á hættu að glerið fyrir ofninum skoppi út á gólf eða á tærnar á manni.

Bloggaðu hjá WordPress.com.