að lesa tvær ferðabækur eftir Bill Bryson. Nýbúinn að lesa Neither here nor there þar sem hann þræðir Evrópu frá Tromsö til Istanbul. Frábær bók, maðurinn með eindæmum kaldhæðinn. Gerir grín að öllu og hann sjálfur síst undanskilinn. Er svo núna með The lost continent í takinu þar sem hann ferðast um Bandaríkin. Ekki síðri sú.
2010-04-17
2009-10-23
Algjörlega
niðursokkinn í síðustu Stieg Larsson bókina. Fékk hana til baka úr láni í fyrradag. Byrjaði strax á henni og límdist undir eins við hana.
2008-03-31
Letidagur
Dagurinn í gær var alger letidagur hjá mér. Gerði ekki neitt, sem mig langaði ekki til að gera. Lá bara uppi í sófa megnið af deginum og las og las (þetta var það sem ég ætlaði að gera á páskadag og klúðraðist hjá mér). Las m.a. Krabbann með gylltu klærnar (á frönsku), meirihlutann af Náttúrufræðingi, sem hafði lent ofan í blaðagrind, ólesinn og fór langt með að klára Dauðans óvissa tíma eftir Þráinn Bertelsson. Síðan horfðum við á Mannaveiðar og danska bíómynd, Adams æbler eða eitthvað í þá áttina. Nauðsynlegt að gera svona af og til. Bara allt of langt síðan ég hef tekið svona letidag.
2007-08-2
Raincheck
Það verður greinilega engin færsla af viti hérna fyrr en ég er búinn með bókina. Það er bara þannig.
2007-07-31
Bókin
gerði að engu fyrirætlanir mínar um að byrja á ferðasögunni núna. Er á leiðinni niður og ætla að halda aðeins áfram með Potterinn…
2006-07-2
Klukk
Alveg rétt. Hildigunnur klukkaði mig fyrir langalöngu. Svo gleymdi ég að svara klukkinu 23. júní og bloggaði ekki neitt 29. þ.a. það er ekki fyrr en nú sem ég get svarað þessu.
1. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig?
Þokkalega erfið spurning. Man ekki eftir neinni einni sérstakri.
2. Hvernig bækur lestu helst?
Það er nú svona ýmislegt. Ég er alltaf með nokkrar bækur í gangi í einu. Finnur kallar þetta að lesa röndótt. Ég er nánast alltaf að lesa 1 til 2 reyfara. Því til viðbótar eru þá alls konar bækur: Tæknibækur, tímarit, handbækur, ferðabækur…
3. Hvaða bók lastu síðast?
Síðasta bók, sem ég kláraði var Striptease eftir Carl Hiaasen. Bækurnar á náttborðinu núna eru síðan: Crossbones eftir Kathy Reichs og Ástríkur í Bretalandi (á ítölsku reyndar). Var svo rétt áðan að byrja að lesa bók um viskí, Single Malt & Scotch Whisky eftir Daniel Lerner. Svo er ein bók sem ég er að þræla mér í gegnum: Cryptography, Theory and Practice eftir Douglas R. Stinson. Góð bók en erfið. Sé fyrir mér margra mánaða verkefni.
2006-02-5
Ein ódýr færsla: Er að lesa Notes from a small is…
Ein ódýr færsla:
Er að lesa Notes from a small island eftir Bill Bryson. Á einum stað í bókinni rakst ég á þetta: „I took a train to Liverpool. They were having a festival of litter when I arrived. Citizens had taken time off from their busy activities to add crisp packets, empty cigarette boxes, and carrier-bags to the otherwise bland and negleted landscape.“
Þetta minnir afskaplega mikið á Reykjavík þessa dagana.
2005-12-23
Var að enda við alveg frábæra bók. A short history…
Var að enda við alveg frábæra bók. A short history of nearly everything eftir Bill Bryson. Í henni er stiklað á stóru í vísindasögu sl. 500 ára eða svo. Bryson tekst það sem alltof fáum tekst; að gæða söguna lífi. Á köflum var hún svo skemmtileg að ég las hana eins og reyfara. Ekki allar sögubækur, sem eru þannig.