Strč prst skrz krk

2008-07-29

Föðurbróðir minn

Filed under: Fjölskyldan,Minning — Jón Lárus @ 23:45

Björn Stefán Lárusson, Bjössi frændi, dó í dag. Þó að hafi verið vitað í nokkra daga að stefndi í þetta þá er maður nú samt ansi niðurdreginn á þessari stundu. Við bjuggum saman í 6 ár þegar ég var í MH og svo síðar í Háskólanum. Það var fínt að deila íbúð með Bjössa. Man ekki eftir því að okkur hafi orðið sundurorða.

Hildigunnur skrifar fallega um hann hér.

2007-06-13

Sorglegur

Filed under: Minning — Jón Lárus @ 23:22

dagur í gær. En þá var jarðsett frænka mín, Guðbjört Lóa Sæmundsdóttir. Hún var einungis 20 ára gömul, þegar hún lést. En hafði þá átt við krabbamein að stríða í 4 ár.

Við höfum fylgst með þessari baráttu hennar og vonað það besta. Á síðustu mánuðum þegar ljóst var orðið að á brattann væri að sækja hvarflaði hugurinn oft til þeirra í Dýrafirðinum.

Hvíl í friði Lóa.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.