Strč prst skrz krk

2009-01-21

Viðskiptahugmynd!

Filed under: Mótmæli — Jón Lárus @ 22:44

Var að koma heim frá mótmælunum. Fékk þessa fínu viðskiptahugmynd á meðan á þeim stóð. Nú er náttúrlega rétti tíminn til að flytja inn pjáturdollur og dósir af öllum stærðum og gerðum…

Í fyrsta skipti í langan

Filed under: Mótmæli — Jón Lárus @ 00:18

tíma er ég bara nokkuð stoltur af því að vera Íslendingur. Mótmælin í dag voru alvöru. Fór klukkan níu og var fram að miðnætti og það er ennþá allt á fullu. Loksins líka sem ráðamenn verða fyrir einhverjum óþægindum vegna mótmæla. Að þurfa að skríða eftir einhverjum leynigöngum og flýja eins og rottur. Það er lítil reisn yfir því.

Annars var nú heldur ekki mikil reisn yfir starfseminni þar innandyra. Að eitt af þingmálum, sem var lagt fram hafi verið hvort eigi að leyfa sölu á bjór og víni í almennum búðum það er alveg fáránlegt. Eins og ástandið er í dag og eftir rúmlega mánaðar jólafrí.

Þetta var nákvæmlega það sem þurfti. Fyrr en ríkisstjórnin-alþingismenn verða fyrir óþægindum vegna mótmæla þá er lítil von til að nokkuð gerist. Þau þurfa og eiga að vera hrædd við okkur.

2009-01-17

Á mótmælunum

Filed under: Fjölskyldan,Mótmæli — Jón Lárus @ 22:42

í dag þá var Freyja með mér. Hún skildi ekkert í einu mótmælaspjaldinu þar sem stóð xD og svo rauður jaðar og strik þvert yfir. „Pabbi, af hverju er verið að banna þennan broskarl?“ spurði hún. Mér fannst þetta nokkuð gott.

Bloggaðu hjá WordPress.com.