Strč prst skrz krk

2008-01-3

Örvæntingarfullar hjásvæfur

Filed under: Seríur — Jón Lárus @ 22:02

Fjórða sería að byrja. Horfi á hana með Fífu. Spurning hvort þetta fer eitthvað að þynnast út. Kemur í ljós.

Annars er þetta búið að vera/verður maraþon glápkvöld.  Tveir þættir af Grey’s anatomy og svo hjásvæfurnar og svo að síðustu Forbrydelsen. Mjög sjaldan sem svona stíft er starað á skjáinn hér á bæ.

2007-01-13

DVD

Filed under: Græjur,Seríur — Jón Lárus @ 18:04

Vorum að kaupa nýjan DVD spilara. Það kom nú reyndar ekki til af góðu. Gamli spilarinn okkar, sem við keyptum fyrir 4 eða 5 árum spilar ekki diska nema af svæði 2. Þessa dagana erum við að horfa á 2 sjónvarpsseríur (House og Grey’s anatomy) á diskum, sem eru af svæði 1. Við höfum fram að þessu horft á þetta í tölvunni en það er vesen. Miklu þægilegra að horfa í sjónvarpinu.

Þegar við keyptum gamla spilarann spurðum við að sjálfsögðu að því hvort hann spilaði ekki öll svæði. Jú, jú, jú var svarið hjá sölumanninum. Á mörgum svona spilurum er hægt að virkja öll svæði þó þeir séu gefnir upp fyrir að spila bara svæði 2 svo dæmi sé tekið. Ekki á þessum. Við fundum einhverja síðu þar sem gefin var upp aðferð til að virkja öll svæði á þessum spilara. En það virkaði að sjálfsögðu ekki. Keyptum svo aðgang að einhverri síðu þar sem átti að vera lausn á vandamálinu. Kom í ljós að það var bara sami kóðinn og við höfðum fundið annars staðar og virkaði ekki. Grrrr…..

Þannig að við skelltum okkur í Sjónvarpsmiðstöðina í dag og keyptum nýjan spilara. 10.000 kall fyrir spilara, sem spilar öll svæði. Ekki slæmt. Þegar ég ætlaði svo að tengja spilarann þá kom í ljós að hann var ekki með SCART tengi (erum ekki með plasma eða LCD sjónvarp). Þannig að ég þurfti að fara smá krókaleiðir til að tengja spilarann. Hafðist að lokum þ.a. á eftir horfum við í sjónvarpinu. Jibbí.

2006-12-29

Grey’s Anatomy

Filed under: Seríur — Jón Lárus @ 23:13

Frí í vinnunni í dag, gekt! Undirbúningur fyrir stóra áramótaboðið í gangi, risakalkúnn kominn í afþíðingu, delegation af meðlæti í tengdafjölskylduna (hmmm, hvers vegna bað ég ekki mömmu? Kannski vegna þess að Hildigunnur var á undan).

Svo erum við að horfa á Grey’s Anatomy og getum ekki hætt. Fjórði þáttur í kvöld…

2006-12-13

The julekalender

Filed under: Seríur — Jón Lárus @ 22:09

Erum að endurnýja kynnin við þessa frábæru seríu. Danskt jóladagatal frá því við vorum úti í Danmörku. Okkur hefur meira að segja tekist að plata unglinginn á heimilinu með í glápið. Nú er hún orðinn aðalaðdáandi þáttanna.

Verst að hún lærir ekki svo mikla dönsku af þeim, því eina danskan sem heyrist er í útvarpinu og í sögumanninum. Afgangurinn er jóska, kaupmannahafnska og einhver undarleg blanda af dönsku, ensku og þýsku.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.