Fyrir síðustu helgi, líklega aðfararnótt laugardagsins var lagt bíl hérna fyrir framan hjá okkur. Síðan þá hefur hann safnað sektum. Var kominn með að minnsta kosti fimm undir þurrkurnar.
Mér fannst þetta undarlegt og fór að velta fyrir mér hverjar ástæðurnar gætu verið. Datt þá í hug að bílnum hefði verið stolið. Prófaði að fara inn á lögregluvefinn. Og viti menn þar var einmitt lýst eftir hvítum Nissan Sunny nr. RL-010 sama og hefur staðið fyrir utan hjá okkur síðan um helgina.
Reyndi að ná í lögguna en þá er skrifstofusímanum náttúrlega lokað þar kl. 16. Prófaði þá að gúggla bílnúmerið og fann síðu þar sem var lýst eftir þessum bíl. Þar var gefið upp póstfang, sem ég sendi á. Verður spennandi að vita hvað kemur út úr því.