Ég, Finnur og Fífa vorum eitthvað að tala um japönsku um daginn. Man ekki alveg hvernig það kom upp en Fífa spurði okkur Finn hvort við vissum hvað kamikaze þýddi.
Já, sjálfsmorðsflugmaður svaraði ég. Fífa: Nei, úr hvaða orðum er kamikaze samsett og hvað þýða þau? Ég, það er mikill vindur eða eitthvað í þá áttina. Fífa: Kami er guð og kaze er vindur, þú varst ekki langt frá því. Ég, en Fífa veistu hvað karaoke þýðir? Fífa, nei ég er ekki alveg viss. Ég: Kara = ömurleg og oke = tónlist. Fífa: Já er það? Ég, tíhíhí.