Strč prst skrz krk

2010-05-31

Japanskir frasar

Filed under: Ýmislegt,Stríðni — Jón Lárus @ 22:02

Ég, Finnur og Fífa vorum eitthvað að tala um japönsku um daginn. Man ekki alveg hvernig það kom upp en Fífa spurði okkur Finn hvort við vissum hvað kamikaze þýddi.

Já, sjálfsmorðsflugmaður svaraði ég. Fífa: Nei, úr hvaða orðum er kamikaze samsett og hvað þýða þau? Ég, það er mikill vindur eða eitthvað í þá áttina. Fífa: Kami er guð og kaze er vindur, þú varst ekki langt frá því. Ég, en Fífa veistu hvað karaoke þýðir? Fífa, nei ég er ekki alveg viss. Ég: Kara = ömurleg og oke = tónlist. Fífa: Já er það? Ég, tíhíhí.

2009-09-11

Nú rétt í þessu

Filed under: Skilorðið,Stríðni — Jón Lárus @ 00:39

var lögregluvarðstjóri á Selfossi að taka mig í gegn á Flettismettinu. Gamall bekkjarbróðir, sem var ekki alveg sáttur við komment frá mér hjá bekkjarsystur okkar. Skil ekkert í þessu. Uppbyggilegt komment og allt það…

2009-05-13

Ljótur hálfviti

Filed under: Stríðni,Vinnan — Jón Lárus @ 23:45

Einhvern tímann um daginn þurfti ég að skjótast í vinnuna um helgi. Man ekki alveg hvað ég var að vesenast en Freyja kom með mér. Sinnti mínum erindum, tók svona 10-15 mínútur. Á leiðinni út langaði Freyju voðalega til að kíkja inn í æfingasalinn okkar. Ég lét það eftir henni. Þar var þá einn af meðlimum Ljótu hálfvitanna að lyfta, skeggprúður mjög. Á leiðinni niður stigann spurði hún hver þetta hefði verið með þetta mikla skegg. Ég sagði að þetta væri ljótur hálfviti. Hún varð svolítið hvumsa við og spurði eitthvað frekar um þetta. Ég mjólkaði þetta aðeins betur og kjálkinn á Freyju seig sífellt lengra niður, ekki vön að pabbi hennar talaði svona illa um fólk. Þegar ég sagði henni svo hvernig í málinu lægi fannst henni þetta bara pínulítið fyndið.

2008-09-13

Náði annars Fífu

Filed under: Stríðni — Jón Lárus @ 23:14

ansi vel í morgun.

Hún sagðist vera að fara eitthvað að fara niður í bæ. Hitta vinkonur eða eitthvað. Ég spurði hana þá hvort hún yrði komin fyrir miðnætti. Fífa, hreytti þá út úr sér: „PABBI!“.

2008-02-11

Rúsínan

Filed under: Fjölskyldan,Stríðni — Jón Lárus @ 00:40

Var að drekka morgunkaffið í gærmorgun. Finnur var kominn inn í stofu og ég var að ráða krossgátu. Kaffikrúsin að verða tóm og ég sá að það var eitthvað voða mikill korgur í krúsinni, aldrei þessu vant. Sagði við Fífu, sem var við hliðina á mér „Voða er mikill korgur í kaffinu núna!“ Fór svo að skoða málið betur. Sá þá að þetta var ekki bara korgur heldur var líka rúsína í krúsinni (n.b. ég þoli ekki soðnar rúsínur). Ég: „Fífa, það er rúsína í kaffinu mínu, veist þú eitthvað um þetta? Fífa: „Nei, hef ekki hugmynd“ Þá heyrðist hlátur úr stofunni. Finnur alveg að springa úr hlátri og viðurkenndi að hafa hent henni út í kaffið mitt.

Ég ætla ekkert að reyna að setja upp undrunarsvip og ekki skilja hvaðan hann hefur þetta…

2008-01-19

Hildigunnur

Filed under: Matur,Stríðni — Jón Lárus @ 11:36

á námskeiði í Skálholti um helgina. Þá getum við eldað ýmsa rétti, sem eru annars sjaldan eða ekki á matseðlinum.

Spurði stelpurnar að því hvernig þeim litist á þorrapizzu í kvöld. Skemmtilegur svipur, sem kom á þær.

Ætli það endi nú samt ekki á pizzu með mozzarella, parmaskinku og klettasalati…

2007-04-13

Finnur prakkari

Filed under: Stríðni — Jón Lárus @ 17:47

Hildigunnur sat við tölvuna áðan. Hringir síminn hennar. Svo heyri ég undrunarrödd: Heima?! Hvað þá?! Finnur!

Síðan heyrðist hláturroka í gaurnum niðri. Mamma ég var að stríða þér smá…

2006-03-23

Náði að rugla Hildigunni aðeins í ríminu í dag. Fo…

Filed under: Fjölskyldan,Stríðni — Jón Lárus @ 23:25

Náði að rugla Hildigunni aðeins í ríminu í dag. Forsagan er sú að ég er að lesa bók um dulkóðun (Cryptography theory and practice e. Douglas R. Stinson). Í henni voru stærðfræðiatriði, sem ég er ekkert allt of sleipur í. Þannig að ég fékk Bjössa bróður til að senda mér glósur úr kúrsinum, til nánari útskýringar (á vinnupóstfangið mitt). Síðan sendi ég póstinn áfram með fyrirsögninni „Skemmtiefni“. Hildigunnur opnaði póstinn og svo viðhengin með glósunum. Hefði viljað sjá svipinn á henni þegar hún renndi í gegn um glósurnar…

2006-03-2

Náði Vandræðaunglingnum annars vel í gær. Hún var …

Filed under: Fjölskyldan,Stríðni — Jón Lárus @ 00:21

Náði Vandræðaunglingnum annars vel í gær. Hún var eitthvað að skima upp í skáp og sá þar 2 snigladósir. Samtalið hljóðaði eitthvað á þessa leið: Fífa: Pabbi, hvað eru þessar snigladósir að gera uppi í skáp? Ég: Átti ekki að vera sniglasúpa á morgun? Fífa: SNIGLASÚPA???

Þarf kannski ekki að taka það fram að sniglar komast ekki inn á topp 10 listann hjá henni.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.