Strč prst skrz krk

2010-04-2

Vetur aftur

Filed under: Bílar,Veðrið — Jón Lárus @ 22:15

Ég er feginn því núna að hafa ekki drifið mig í að skipta yfir á sumardekk eins og ég var að spá í að gera í dymbilvikunni. Hefði verið glatað að vera á sumartúttum eins og veðrið var í dag. Stundum er gott að vera ekki of framtakssamur.

2009-09-13

Eitt af því

Filed under: Veðrið — Jón Lárus @ 23:48

sem mér fannst leiðinlegt við skiptin úr vindstigum yfir í m/s kvarðann var að þá fækkaði þeim skiptum þar sem maður heyrði vindstyrk lýst með mismunandi heitum. Oftast nær núorðið bara þetta og þetta margir metrar á sekúndu. Nú fyrir nokkrum dögum rakst ég á að Einar Sveinbjörnsson er búinn að setja saman lista á Veðurvefnum sínum þar sem hvert stig fær sitt heiti. Nappaði þessu þar:

MÁSEK-kvarðinn
m/sek Heiti
0 logn
1 andvari
2 Blær
3 kul
4 gola
5 súgur
6 gjóla
7 stinningsgola
8 kaldakorn
9 kaldi
10 næðingur
11 strekkingur
12 stinningskaldi
13 gustur
14 blástur
15 þræsingur
16 allhvasst
17 fjúkandi
18 hvassviðri
19 belgingur
20 hryssingur
21 stormur
22 beljandi
23 garri
24 illviðri
25 stóristormur
26 rok
27 hávaðarok
28 öskurok
29 garður
30 ofviðri
31 ofsaveður
32 stórviðri
33 aftök
34 mannskaðaveður
35 fárviðri

Nú verða örugglega einhverjir til að fetta fingur út í þennan lista t.d. með að 19 m/s ætti að vera hryssingur en ekki belgingur en ekki öfugt. Mér finnst þetta hins vegar frábært framtak hjá Einari. Þarna eru mörg góð veðurheiti sem væri synd að færu í glatkistuna.

2008-10-2

Snjór!

Filed under: Veðrið — Jón Lárus @ 21:24

Nei hættið nú alveg. Bara farið að snjóa. Og ekkert smá. Allt orðið hvítt. Lítur út fyrir að Einar Sveinbjörns. hafi haft rétt fyrir sér að þetta árið yrði ekkert haust. Sumar út september og svo bara vetur í október.

2008-09-13

Hellidemba

Filed under: Veðrið — Jón Lárus @ 16:12

Það er ekki oft, sem maður sér eins rosalega dembu eins og var að ganga yfir rétt í þessu. Við Hildigunnur fórum út í dyr til að horfa á úrhellið. Feginn að hafa ekki verið úti að hlaupa akkúrat á meðan þetta gekk yfir.

2008-04-13

Krókusarnir

Filed under: Garðurinn,Veðrið — Jón Lárus @ 22:07

Fá að kenna á því þessa dagana.

Svona litu þeir út í gær. Sólin skein og þeir voru galopnir.

Krókusarnir

Síðan í morgun þegar við komum út var ástandið svona:

Krókus á kafi  snjó

Annar krókus  snjóskafli

2008-03-19

Fyrstu

Filed under: Garðurinn,Veðrið — Jón Lárus @ 22:10

krókusarnir eru farnir að gægjast upp úti í garði. Óvenjulega snemmt held ég því yfirleitt eru plönturnar í garðinum okkar ekkert sérlega snöggar til. Vonandi bara að hretið, sem spáð er á næstu dögum gangi ekki alveg frá þeim.

2008-03-2

Grrrr…

Filed under: Veðrið — Jón Lárus @ 00:55

Hvað er með allan þennan snjó?  Kominn mars og allt.  Og nú snjóar. Erum alveg búin að fá nóg! 

2007-06-23

Vorum í afmælisveislu

Filed under: Afmæli,Fjölskyldan,Matur,Veðrið — Jón Lárus @ 21:17

Ragnheiðar Dóru í dag. Hún átti 7 ára afmæli. Veislan var haldin á Sunnuflötinni hjá móðurömmunni og afanum. Að sjálfsögðu voru snilldarveitingar á borðum. Hallveig og Jón búin að koma á hefð að bjóða upp á alls konar eðalosta í afmælisveislunni. Ekki spillti síðan fyrir að í dag var besta veður sumarsins fram að þessu. Setið var úti á palli og krakkarnir sulluðu í potti. Snilldardagur.

2007-05-19

Fyrsti

Filed under: Dægradvöl,Garðurinn,Veðrið — Jón Lárus @ 00:20

dagurinn á pallinum áðan. Alltaf jafn gaman þegar veðrið fer fram úr spánum. Ég var nákvæmlega búinn að olíubera garðhúsgögnin þannig að þetta passaði fullkomlega. Var meira að segja ekki búinn að henda út garðborðinu fyrr en ég kom heim úr vinnunni.

2006-11-19

Snjór

Filed under: Veðrið — Jón Lárus @ 23:30

Ekki smá sem snjóaði í nótt. Allt á kafi. Ég þurfti að fara í Kópavog í morgun til að sækja bílinn okkar. Vorum í afmæli þar í gær. Tók strætó og var 1 og 1/2 tíma fram og til baka.

2006-06-19

Kvart

Filed under: Veðrið — Jón Lárus @ 23:49

Þetta veðurfar í júní hér á höfuðborgarsvæðinu er búið að vera frekar pirrandi. Einn dagur af 19 þar sem hefur ekki rignt neitt. Sýndist samt á mbl kortinu í dag að þetta gæti kannski farið að skána. Að minnsta kosti voru einhver gul tákn á því, sem hafa ekki sést lengi.

2006-05-29

Rignir

Filed under: Veðrið — Jón Lárus @ 09:12

i København.

2006-05-23

Sýrenan

Filed under: Garðurinn,Veðrið — Jón Lárus @ 21:38

Vesalings sýrenan úti í garðinum lítur orðið út eins og hún sé sandblásin. Skrambans rok og kuldi 😦

2006-05-7

Blíða

Filed under: Fjölskyldan,Veðrið — Jón Lárus @ 21:05

Þvílíkt snilldarveður, sem var í dag. Hitinn 17-18°. Við vorum öll meira og minna úti í garði seinnipartinn (nema Hildigunnur sem var að spila með áhugamannahljómsveitinni). Við drógum meira að segja fram busllaugina og leyfðum Finni að busla. Man ekki eftir því að það hafi gerst áður í maí.

2006-04-5

Teppi

Filed under: Veðrið — Jón Lárus @ 23:50

Á degi eins og þessum ætti maður að liggja uppi í sófa með þykkt teppi yfir sér og heitt kakó í bolla.

2006-03-19

Og ég sem hélt að það væri komið vor. Nú eru veður…

Filed under: Veðrið — Jón Lárus @ 23:58

Og ég sem hélt að það væri komið vor. Nú eru veðurfræðingarnir á VÍ að hræða mann með að það sé bara frostakafli framundan. Brrr…

2006-03-11

Sveiflurnar í íslensku veðurfari. Þegar ég kom úr …

Filed under: Veðrið — Jón Lárus @ 00:31

Sveiflurnar í íslensku veðurfari. Þegar ég kom úr vinnunni í dag þá var vorveður. 6 stiga hiti og nánast logn. Þ.a. við ákváðum að grilla. Þegar ég var rétt búinn að kveikja á grillinu byrjaði að rigna og kólna. Núna horfi ég út um gluggann á hundslappadrífu og birkitréð úti í garði orðið eins og á jólakorti.

2006-02-2

Skrifaði einhvern tímann í byrjun janúar að mér li…

Filed under: Veðrið — Jón Lárus @ 23:33

Skrifaði einhvern tímann í byrjun janúar að mér liði eins og ég væri staddur í Bergen. Sá svo einhvers staðar, sennilega á mublinu að ekki hefði mælst meiri úrkoma í Reykjavík í janúar síðan 1947! Grámygla hvað?

2006-01-5

Hvernig er það, hefur eitthvað stytt upp á þessu á…

Filed under: Veðrið — Jón Lárus @ 12:20

Hvernig er það, hefur eitthvað stytt upp á þessu ári? Mér er farið að líða eins og ég búi í Bergen.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.