Strč prst skrz krk

2006-10-17

Adrenalíngarðurinn

Filed under: Dægradvöl,Vinnan — Jón Lárus @ 23:27

Ég fór ásamt deildinni minni í Adrenalíngarðinn á laugardaginn. Hinn árlegi haustfundur upplýsingadeildar. Til að berja mannskapinn saman þá er alltaf farið í eitthvað svona útivistardæmi. Í fyrra var það rafting, í ár Adrenalíngarðurinn.

Veðrið var alveg ömurlegt, hávaðarok og rigning. Þannig að það var ekki hægt að fara í nema hluta af tækjunum. Við fórum í 3 mismunandi tæki. Fyrst var það klifurveggurinn. Hefði líklega ekki verið neitt sérstaklega erfiður nema útaf veðrinu. Innan við helmingur komst upp á topp (skrifstofublækur hvað). Einn í minni línu lenti í því að fjúka útfyrir klifurvegginn á leiðinni niður. Hann spyrnti sér heldur hraustlega frá veggnum um leið og kom vindhviða. Fékk víst einhverja marbletti við þá lendingu. Síðan átti að klifra upp staur og standa svo uppi á honum. Vegna hvassviðrisins voru ekki nema örfáir sem náðu því. Flestir fuku niður þegar átti að taka síðasta skrefið. Að lokum var svo farið í risaróluna. Það var náttúrlega ekki hægt annað en að fara á hvolfi í hana. Mjög sérstök sýn á landið að dingla svona á hvolfi í 10 m rólu.

2006-10-11

Þreyttur

Filed under: Nám,Ruglið,Vinnan — Jón Lárus @ 23:58

Ekki smá sem þetta er erfitt, þessi kvöld sem ég er á námskeiðinu. Ekki nóg með að þurfa að hugsa í vinnunni heldur líka eftir kvöldmat.

Sá svo eina snilldarfrétt í Fréttablaðinu, held ég frekar en blaðinu, í gær eða fyrradag. Hún fjallaði um skemmdarverk á bíl gott ef það var ekki á Selfossi. Í lokin var sagt að framrúða í bílnum hefði verið eyðilögð talsvert!

2006-09-13

Námskeið

Filed under: Nám,Vinnan — Jón Lárus @ 23:37

Ég fer hvorki á ítölsku né frönskunámskeið á þessari önn. Hins vegar bauðst mér að fara á .Net og C# forritunarnámskeið í boði vinnunnar (Hildigunnur kallar það Cís námskeið). Alvörunámskeið. Tvisvar í viku 3 tímar í senn. Byrjar á mánudaginn og stendur í 3 mánuði. Þetta var tækifæri sem ég gat ekki sleppt.

Veit hvað ég verð að gera í haust.

2006-04-3

Kominn með nýjan yfirmann. Gamli yfirmaðurinn var …

Filed under: Vinnan — Jón Lárus @ 23:43

Kominn með nýjan yfirmann. Gamli yfirmaðurinn var hækkaður í tign í haust og gerður að framkvæmdastjóra. Nú er loksins búið að finna arftaka hans og var fyrsti dagurinn hjá honum í dag. Mér leist bara ágætlega á hann við fyrstu kynni. Verður spennandi að sjá hvernig þetta kemur út.

2005-12-31

Púff! Þarf að fara að vinna smá. Verið að setja up…

Filed under: Vinnan — Jón Lárus @ 11:17

Púff! Þarf að fara að vinna smá. Verið að setja upp nýtt kerfi um áramótin. Verður náttúrlega að gerast um helgi.

« Undanfarandi síða

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.