Strč prst skrz krk

2009-10-13

Loppa

Filed under: Ýmislegt — Jón Lárus @ 22:30

heldur svo að hún sé sfinx og lggiur fyrir faman lyklaborðið. Erfitt að blogga þannig…

2009-10-11

Tóneyra?

Filed under: Ýmislegt — Jón Lárus @ 21:13

Tóneyra

Það er spurningin.

2009-06-17

Eldavélarbasli

Filed under: Ýmislegt — Jón Lárus @ 15:29

okkar er nú loksins lokið. Eftir hátt í þriggja mánaða ofnleysi þá tókst að klára að laga vélina í gær eins og sjá má hér.

Til að gera stutta sögu langa þá gerðist það líklega í lok mars (man ekki dagsetninguna nákvæmlega) að það brotnaði takkinn af eldavélinni sem stýrir virkni ofnsins (undir/yfirhiti/blástur o.s.frv.). Það tók nokkra daga að útvega nýjan rofa en um miðjan apríl þá komst hann í okkar hendur. Eins og sést hér þá gekk það ekki upp því rofinn sem var fyrir í vélinni og sá nýi voru ekki eins. Næsta skref var því að reyna að útvega teikningar að tengingunum. Það tók nokkra daga. Þegar við vorum búin að fá teikninguna í hendurnar þá kölluðum við til rafvirkja sem sér um viðgerðir á vélum eins og okkar. Hann var ekki lengi að komast að því að teikningarnar væru rangar. Garg!

Við þurftum því að útvega nýtt sett af teikningum. Þær komu svo seint í maí. Þá vorum við á leiðinni út og gátum ekkert hugsað um þetta mál. Dembdum okkur síðan beint í þetta mál þegar við komum heim úr kórferðinni. Fengum rafvirkjann aftur. Hann sá að þetta voru réttar teikningar en þær voru samt ekki nákvæmar þ.a. hann vildi fá vélina inn á verkstæði til sín. Á mánudaginn fórum við síðan í það verkefni að koma henni á verkstæðið og fengum hana svo aftur til baka í gær í tipp topp standi Þvílíkur léttir eftir að hafa verið tvo og hálfan til þrjá mánuði ofnlaus.

2009-06-11

Ógnarlangur

Filed under: Ýmislegt,Fjölskyldan — Jón Lárus @ 23:09

parís. Það var það sem Freyja og Sæunn, vinkona hennar dunduðu sér við að gera í dag. Parísinn náði frá hliðinu hjá okkur út að Drekanum á horninu. Eitthvað um 120 m. 350 hopp, fyrir þá sem nenna.

Byrjun

Horft eftir parísnum

Síðasta hopp

Svo hérna smá göngutúr eftir orminum langa…

2009-06-8

Dópistarnir

Filed under: Ýmislegt — Jón Lárus @ 23:47

í Frankfurt eru mjög lausir við það að vera feimnir.

Eins og áður hefur komið fram þá þurfti ég að gista eina nótt í Frankfurt því ég fékk ekki flugfar með sama flugi og Gradualehópurinn og Hildigunnur. Fékk hótel rétt hjá aðaljárnbrautarstöðinni, í frekar vafasömu hverfi. Allt morandi í sex búllum og skuggalegum börum. Rétt hjá hótelinu sá ég svo tvisvar sinnum dópista vera að sprauta sig út á gangstétt um hábjartan dag, eins og ekkert væri sjálfsagðara! Þar að auki var svo allt morandi í betlurum í miðbænum. Frekar óspennandi borg að mínu mati. Punkturinn yfir i-ið er síðan óspennandi skipulag, arkítektúr og hryllilega ljótar styttur og gosbrunnar. Ég veit ekki hvaða amatörar hafa fengið að leika lausum hala þarna.

2009-05-19

Í öllu lendir maður nú

Filed under: Ýmislegt — Jón Lárus @ 18:23

Áðan, rétt þegar ég var kominn heim og búinn að ganga frá hjólinu, þá þustur fjórir eða fimm menn inn í garðinn. Ég varð eitt spurningamerki, vissi ekki hvað væri í gangi. Hélt fyrst að þetta væru einhverjir, sem eru að gera við húsið á móti. En nei, þá var þetta tökulið fyrir einhverja auglýsingu og vildu fá leyfi til að taka upp auglýsingu í garðinum hjá okkur. Þeir höfðu víst ætlað að taka upp í garðinum á móti en svo kom í ljós að hann var of dimmur. Á meðan þetta er skrifað eru tökur í fullum gangi úti í garði. Þannig að næst þegar kemur lambagrillauglýsing með Gunnari Hanssyni leikara þá er vel líklegt að hún hafi verið tekin upp hér.

2009-05-17

Stríðinn starri

Filed under: Ýmislegt — Jón Lárus @ 22:49

Í gær var ég úti í garði í góða veðrinu. Var að slípa upp pallinn. Sest þá ekki einn starri í birkitréð okkar. Loppa var beint fyrir neðan og var greinilega áhugasöm. Starrinn var bara nýsestur þegar hann fór að gefa frá sér hljóð, sem líktust mjálmi. Loppa svaraði honum með mjálmi og þannig skiptust þau á hljóðum í smástund. Loppa missti síðan þolinmæðina og klifraði upp í tréð. Starrinn var þá að sjálfsögðu ekki seinn á sér að láta sig hverfa. Magnað hvað starrar geta verið flinkar eftirhermur.

2009-05-5

Maraþonfundur

Filed under: Ýmislegt,Ruglið — Jón Lárus @ 23:56

Aðalfundur hjá Lífeyrissjóði verkfræðinga í dag. Byrjaði kl. 17:15 og stóð til kl. 20:30. Umræður og kosningar um reglugerðarbreytingar vegna taps, sem sjóðurinn hefur orðið fyrir vegna bankahrunsins. Frekar slæm staða á honum svo ekki sé meira sagt.

Það sem undrar mig þó mest er hversu fáir af ungu kynslóðinni mættu á þennan fund þar sem var verið að ákveða skerðingar bæði á núverandi inneign og líka á þeim réttindum sem maður vinnur sér inn með ákveðinni greiðslu. Eins og venjulega voru gömlu skarfarnir mættir í hrönnum og fóru heim sáttir við sinn hlut.

2009-05-2

Japanir

Filed under: Ýmislegt — Jón Lárus @ 19:10

myndu víst rita nafnið mitt (skv. einhverju forriti á Flettismettinu) á eftirfarandi hátt:

Nafnið mitt á japönsku Nafnið mitt á japönsku

Borið fram Shi n

2009-04-23

Var næstum

Filed under: Ýmislegt — Jón Lárus @ 19:37

orðinn undir bíl á leið heim úr boltanum á þriðjudaginn. Hjólaði eftir hjólastígnum á Lönguhlíð. Framhjá bíl, sem var lagt (ólöglega) á eyjunni milli stígsins og akbrautarinnar. Þá allt í einu kom bíll þar framhjá og beygði í veg fyrir mig á leið inn í innkeyrslu. Ég nauðhemlaði og ökumaðurinn reyndar líka þegar hann sá mig. Rétt náðum að afstýra árekstri. Hjartslátturinn í 130 það sem eftir var leiðarinnar.

2009-04-21

Nú er

Filed under: Ýmislegt — Jón Lárus @ 23:58

ég búinn að sjá tvo vorboða og heyra af þeim þriðja á skömmum tíma. Í rigningunum undanfarið hafa ánamaðkar farið á stjá, áðan sá ég hunangsflugudrottningu og svo í morgun voru fréttir um að fyrstu kríurnar væru komnar til landsins. Held að þetta sé ekki spurning núna.

2009-04-13

Af

Filed under: Ýmislegt — Jón Lárus @ 14:10

einhverjum undarlegum ástæðum hefur mig ekkert langað í súkkulaði í dag.

2009-04-11

Eldavélarbasl

Filed under: Ýmislegt — Jón Lárus @ 18:37

Urðum fyrir því óhappi um daginn að það brotnaði einn takkinn af eldavélinni okkar. Eini takkinn, sem er úr bakelíti (til einangrunar, því ofninn er rafmagnsofn). Við fórum í Kokku þar sem við keyptum vélina og pöntuðum nýjan svona rofa. Við vorum á nálum um hvort stykkið myndi koma fyrir páska (spurningin um hvort við næðum að hafa páskalambið í ofninum). Fengum síðan að vita á miðvikudaginn að rofinn væri kominn. Ég skaust í Kokku til að sækja hann. Þurfti ekki einu sinni að borga neitt fyrir. Búðareigandinn, sem sá um þetta fyrir okkur, sagði að hún hefði sagt að þetta væri ábyrgðarmál og hún vildi því ekki taka neitt fyrir stykkið.

Allavega, um kvöldið var svo reynt að skipta um rofa. Til að komast að honum þá lá beinast við að opna vélina að ofan. Þar voru nokkrar skrúfur sem hægt var að losa og síðan leit út fyrir að hægt væri að lyfta loki til að komast að rofanum. Þegar ég var búinn að losa skrúfurnar þá var lokið alveg gróið við vélina. Ég þorði heldur ekki að taka mikið á því til að beygla það ekki. Ég reyndi því að taka framhliðina af vélinni en það reyndist ekki ganga. Tókst að lokum að losa lokið með því að smeygja kíttispaða undir jaðarinn á því og losa það þannig smátt og smátt upp.

Búið að losa lokið

Þegar var búið að opna vélina þá komst ég að því að nýi rofinn var allt öðruvísi en sá gamli.

Gamli rofinn

Og sá nýi.

Við nánari skoðun kom þó í ljós að snerturnar á rofunum voru merktar með tölum og bókstöfum. Ég byrjaði því að færa snúrurnar á milli. Gekk vel þangað til alveg í lokin að þá voru ekki til snertur á nýja stykkinu fyrir tvo stafi.
Við þorðum ekki að halda áfram og ákváðum að setja gamla stykkið í. Þegar það var komið í þá fengum við algjört áfall því þegar við prófuðum neistann á vélinni þá neistaði á milli tveggja víra á háspennukeflinu í staðinn fyrir á brennaranum. Við héldum að við hefðum skemmt eitthvað og vorum alveg í mínus yfir þessu.

Morguninn eftir þá púsluðum við vélinni saman aftur og ætluðum að fara að kveikja á gasinu með eldfærum þá kom neisti þegar ég prófaði að skrúfa frá gasinu. Þvílíkur léttir. Þá höfðum við prófað neistann án þess að vera búin að raða brennaranum saman. Loftbilið var þá bara of mikið til að neistinn næði að hlaupa á milli. Rafmagnsverkfræðingurinn ég hefði nú átt að fatta þetta.

Allavega. Í morgun fórum við í Kokku og fengum að vita hvaða rafmagnsverkstæði sér um þjónustu á þessum vélum. Um leið fullvissaði búðareigandinn okkur um að þetta stykki ætti að virka því þetta sama hefði hent einhvern annan.

Eftir helgi verður því haft samband við verkstæðið til að fá þetta í lag. Við notum ofninn nefnilega svo mikið að þetta er mjög óþægilegt ástand.

2009-04-5

Púff,

Filed under: Ýmislegt — Jón Lárus @ 21:14

ekki smá erfitt að gera svona ekki neitt. Maður er alveg örmagna eftir afslöppunarhelgina!

2009-03-17

Silfurskeið

Filed under: Ýmislegt — Jón Lárus @ 23:58

Ég held að nýi tilvonandi formaður Sjallanna ætti að taka silfurskeiðina út úr munninum áður en hann talar. Það er svo fjandi erfitt að skilja hann svona.

Dirty Loppa

Filed under: Ýmislegt — Jón Lárus @ 21:47

Um síðustu helgi þá fann Loppa eitthvað algjört drullusvað. Kom síðan inn og sporaði allt út. Ég rakst á slóð inni á gangi frá kattalúgunni, inn í sjónvarpsherbergi inn í útganginn hjá þvottahúsinu, þar upp í gluggakistu (með tilheyrandi spólförum á veggnum. Þar hafði hún stikað fram og til baka í gluggakistunni. Niður aftur og að þröskuldinum að geymslunni niðri. Þar hvarf slóðin. Ég var ekki par hrifinn, náði samt í tusku og hreinsaði slóðina upp. Einum eða tveimur tímum síðar þá átti ég leið í gegnum sjónvarpsherbergið og sá nokkur spor. Hugsaði fyrst með mér að ég hefði misst af nokkrum sporum. En nei, nei. Þá hafði hún brugðið sér út í leðjusvaðið og komið inn aftur. Nú lá slóðin upp stigann inn í eldhús og borðstofu. Þar var hún þó stoppuð áður en hún náði að komast inn í stofu og upp í sófann.

2009-02-7

Óvænt endalok

Filed under: Ýmislegt — Jón Lárus @ 21:31

Finnur og félagi hans ákváðu að fara í bíó í dag. Pabbi vinar hans ætlaði að sjá um skutl fram og til baka. Síðan kom óvænt eitthvað upp á þannig að hann bað mig um að redda heimferðinni. Ég taldi að það hlyti að vera hægt að bjarga því við, jafnvel þótt Hildigunnur væri á tónleikum og þess vegna ekki hægt að ná í hana. Hún ætlaði meira að segja að skutlast með Fífu á milli tónleika og óvíst hvort hún kæmi heim á milli þannig að það var pínulítið meira en að segja það að ná í hana (ekkert víst að hún kveikti á símanum eftir tónleikana). Ég ákvað því að það væri best að fara niður í Ráðhús þar sem Fífa var að syngja og ná á hana þar.
Þetta var um þrjúleytið og ég þurfti ekki að vera kominn niðureftir fyrr en hálffimm. Ég ákvað því að drífa mig út að skokka. Þar sem ég var kominn á Skothúsveg mæti ég Hildigunni. Hún stoppar á ljósunum á rauðu. Ég hleyp til baka snarast inn í bílinn og næ að útskýra málið fyrir henni. Ljósin skipta yfir í grænt og ég hoppa út og held áfram með hringinn. Væri gaman að vita hvað fólkið í bílnum fyrir aftan hefur haldið um þetta.

2009-02-5

Ætli bensínstöð

Filed under: Ýmislegt — Jón Lárus @ 19:52

Orkunnar við Miklubraut hljóti ekki að vera kölluð fæðingarheimilið núna? Annað barnið á sex mánuðum sem kom í heiminn þar á planinu núna í morgun.

2009-01-29

Ég var merktur

Filed under: Ýmislegt — Jón Lárus @ 00:00

á flettismettinu í gær eða fyrradag. Einhver, sem ég hef ekki hugmynd um hver er, búinn að taka sig til og setja fjöldann allan af bekkjarmyndum úr Helluskóla inn á snoppuskinnuna. Meðal annars þessa hér.

Class of ’65 geigvænlega flottur á smettiskruddunni eða hvað?

2009-01-11

Okur dauðans

Filed under: Ýmislegt — Jón Lárus @ 11:34

Við Hildigunnur skelltum okkur í Húsasmiðjuna í gær. Ætluðum að athuga með jólaseríur á niðursettu verði og svo króka til að geta hengt hjólin okkar upp í loft niðri í þvottahúsi.

Við fundum jólaseríu á allt í lagi verði og fundum svo krókal, sem mér leist ágætlega á. Gáði samt ekki að því hvað þeir kostuðu. Þegar við vorum búin að gera kaupin fannst mér þetta undarlega dýrt. Skoðaði miðann. Þá kostuðu skrambans krókarnir næstum 900 kr. stykkið! Tveir bognir járnbútar með tveimur götum! Ég hefði búist við svona 100-200 kr. í mesta lagi.

Klárt að þessu verður skilað.

« Undanfarandi síðaEftirfarandi síða »

Bloggaðu hjá WordPress.com.