Erum að taka til í bókaskápnum í skrifstofunni. Þar kennir ýmissa grasa. Meðal annars rákumst við á þessa bók.
Gefin út 1992 eða 1993. Þegar ég tók hana út úr skápnum þá fann ég að var eitthvað hart á bakspjaldinu. Opnaði bókina. Þar var þetta:
Við Hildigunnur sprungum bæði úr hlátri. Fífa skildi ekkert hvað væri svona fyndið og kom að tékka á þessu. Henni fannst þetta líka fyndið en sagði svo að henni fyndist hún eldgömul, jafngömul og þetta dót.
Já við erum að tala um Þjóðminjasafnið þarna. Annars er alltaf gaman að sjá svona retró tölvudót 🙂
Athugasemd af Jón Heiðar — 2008-10-5 @ 14:47 |
Hér eru fullar geymslur af svona dóti. Frábærar handbækur fyrir Wordperfect með 5 og kvart mjúkum disklingum. Fleira gott stöff.
Athugasemd af Þorbjörn — 2008-10-5 @ 15:50 |
bjútifúl
Athugasemd af Jón Heiðar — 2008-10-5 @ 20:16 |
Má ég koma í heimsókn?
Athugasemd af Jón Lárus — 2008-10-5 @ 21:51 |
við hentum þessu 😀
Athugasemd af hildigunnur — 2008-10-5 @ 22:51 |