Strč prst skrz krk

2008-08-2

Bólstrarar

Filed under: Stúss — Jón Lárus @ 22:58

það var það, sem við Hildigunnur þóttumst vera í kvöld. Áklæðið á 4 af eldhússtólunum okkar var farið að brosa allillilega, eins og meðfylgjandi mynd ber með sér:

Brosandi eldhússtóll

Ekki nóg með það heldur var einn þeirra brotinn. Við settum hann í viðgerð og vorum nýbúin að fá hann til baka. Við útveguðum okkur klæðisbút og heftibyssu og hófumst svo handa.

Allt annað að sjá þá núna:

Nýmeðhöndlaður stóll

Mun alvarlegri stóll.

2008-07-5

Eftir að

Filed under: Garðurinn,Húsið,Stúss — Jón Lárus @ 15:51

hafa útvegað efni til að gera við læsinguna á garðhliðinu þá fórum við með hliðið í viðgerð hjá járnsmiðnum okkar. Mér datt ekki í hug að hliðlæsingin myndi virka, það hefur ekki verið húnn á hliðinu síðan við fluttum hingað fyrir þrettán árum. Járnsmiðurinn prófaði að setja hún í hliðið og þá kengvirkaði lokan bara. Magnað.

Hliðið fyrir viðgerð.

Þannig að það var ákveðið að smíða nýjan hún á hliðið, laga lamirnar aðeins, hefur étist ansi mikið úr þeim eins og sést kannski á myndinni. Einnig þarf að smíða móttak til að festa á garðvegginn. Fáum hliðið kannski til baka í næstu viku. Verður spennandi að sjá hvernig þetta kemur út.

2006-03-19

Þá er því aflokið. Bónaði bílinn í dag. Fór síðan …

Filed under: Stúss,Tónlist — Jón Lárus @ 23:57

Þá er því aflokið.
Bónaði bílinn í dag. Fór síðan á tónleika með áhugamannahljómsveitinni með fullan bíl af börnum. Okkar 3 + dansvinkonu Freyju. Skemmtilegir tónleikar.

Bloggaðu hjá WordPress.com.