Strč prst skrz krk

2010-03-31

Borðaprik

Filed under: Ruglið — Jón Lárus @ 23:55

Nýyrði fyrir matarprjóna. Veit ekki alveg hvernig Fífu líst á það. Hún sem er sushi/prjónafrík dauðans.

2010-03-29

2007 matseðill

Filed under: Matur — Jón Lárus @ 23:41

Að undanförnu hafa framandi réttir á borð við akurhænur, myrkilsveppi, andaegg og andabringur verið á boðstólum hjá okkur. Ástæðan fyrir þessu var að okkur áskotnaðist svolítið af þessum fáséðu hráefnum þar sem þau voru að renna út. Við ekki ósátt við þessa stöðu. Eina vandamálið að finna uppskriftir fyrir hráefnin.

2010-03-23

Fritz, Günter og Hansi

Filed under: Ruglið — Jón Lárus @ 21:37

Alveg er þetta magnað. Það mætti halda að annar hver maður sé kominn með þessi eða álíka þýsk nöfn að millinafni. Því þessa dagana getur að líta misljótar hormottur út um allar trissur. Liggur við að annar hver maður sé búinn að koma sér upp svona löguðu. Var nú ekki hægt að láta sér detta sér eitthvað ekki alveg jafn ósmekklegt í hug? Safna tánöglum til dæmis?

2010-03-17

Útrásarvíkingur, framhald

Filed under: Uncategorized — Jón Lárus @ 22:58

Ég rakst svo í vikunni á nágranna okkar á risinu og spjallaði aðeins við hann. Þá kom útskýring á núðluhaugnum fyrir framan útidyrnar hjá okkur um síðustu helgi og allri moldinni úr blómakerinu á dyrapallinum.
Hann spurði mig, kankvís, að því hvort ég hefði ekki vaknað við lætin á aðfararnótt laugardagsins. Ég kom af fjöllum og kannaðist ekki við nein læti. Þá sagðist hann hafa vaknað um þrjúleytið um nóttina við barsmíðar á aðaldyrnar hjá okkur. Þar hafði einhver dauðadrukkinn einstaklingur lamið húsið utan eins og enginn væri morgundagurinn. Þar sem svefnálman okkar er algerlega í hinum enda hússins og ekki á sömu hæð (og ég ekki þekktur fyrir lausan svefn) þá höfðu þessi læti gjörsamlega farið framhjá mér.
Gunnar, nágranni okkar, sagðist að lokum hafa neyðst til að hringja í lögregluna til að skakka leikinn. Þegar hana bar að garði þá hafði friðarspillirinn róast og lá á varinhellunni með fæturna upp í blómakerinu. Það kom víst ákaflega lítið af viti upp úr honum. Samkvæmt Gunnari þá hljómaði hann samt eins og Bandaríkjamaður og hann gat stamað upp úr sér „Backpacker“. Líklega haldið að hann væri kominn heim á farfuglaheimilið sitt. Þrumað síðan núðluskammtinum sínum á útidyrnar þegar honum var ekki hleypt inn.

2010-03-13

Útrásarvíkingur

Filed under: Ruglið — Jón Lárus @ 23:42

eða ekki.

Að minnsta kosti fannst einhverjum þörf á því að grýta stórum skammti af núðlum á varinhelluna hjá okkur og rífa upp leifar af síðustu sumarblómum úr blómakerinu fyrir framan útidyrnar og dreifa þeim fyrir framan innganginn okkar.

Skemmtilegt, eða ekki.

Veit ekki alveg hvað ég gerði til að verðskulda þessa meðhöndlun.

2010-03-11

Brotið bensínlok

Filed under: Bílar — Jón Lárus @ 22:55

Bensínlokið á bílnum okkar er búið að vera frekar stíft upp á síðkastið. Bæði vegna þess að einhver ók á bílinn okkar og skekkti lokið og lét hjá líða að gera grein fyrir sér en líka vegna þess að hjarirnar á því voru orðnar ryðgaðar og stirðar. Því var ég ekki búinn að átta mig á. Hélt að þetta væri allt út af beyglunni. Svo Þegar ég tók síðast bensín þá voru hjarirnar búnar að fá nóg þannig að þegar ég opnaði þá brotnaði lokið af. Frekar pirrandi. Náttúrlega ekkert hægt að gera við þetta (nema ég tali við gullsmiðinn sem sauð saman gleraugun mín saman einu sinni en það er nú efni í annað blogg).

Bíllinn er semsagt núna ytra bensínloklaus og frekar óásjálegur. Ég er búinn að panta nýtt lok hjá Brimborg því ekki var hægt að uppdrífa svona stykki á partasölum; bíllinn of gamall og of óalgengur. Verðið: 13 þúsund kall. Pantaði stykkið á mánudag og fékk símtal í gær. Þá var sendingin komin en reyndist hafa verið rangt afgreidd. Málið því enn í vinnslu.

Samt ágætt að þetta gerðist hjá mér en ekki hjá Fífu. Hún hefði fengið algjört áfall ef lokið hefði brotnað af hjá henni.

2010-03-5

Samtal í gær

Filed under: Uncategorized — Jón Lárus @ 23:59

Finnur: „Pabbi það er eitthvað óvenjulegt við þig“
Ég: „?“
Finnur: „Já, ég veit hvað það er það stendur ekkert hár út í loftið“
Ég: „Grrrrr…“
Fífa: „Tíhíhí“
Ég: „Grrrr…“
Stuttu seinna var Finnur sendur að sofa.

2010-03-3

Bjössi bróðir

Filed under: Afmæli,Nördismi,Ruglið — Jón Lárus @ 22:42

á afmæli í dag. Til hamingju með það litli bróðir!

Fór svo að reikna í dag og komst að þeirri niðurstöðu að hann er orðinn 3 árum eldri en ég. Hann orðinn 42ja en ég bara 39. Já sumir eldast hraðar en aðrir því hann var 11 árum yngri en ég þegar hann fæddist.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.