Strč prst skrz krk

2009-06-23

Kiki-riki

Filed under: Ruglið — Jón Lárus @ 23:49

Rákumst á einn veitingastað í Olomouc um daginn, sem hét þessu nafni. Veitingastaðurinn gaggalagó! Og í hverju ætli veitingastaðurinn hafi sérhæft sig? Jú, kjúklingaréttum, auðvitað!

2009-06-21

Ef ég væri Frakki myndi ég skjóta þig núna!

Filed under: Uncategorized — Jón Lárus @ 22:16

Þetta fékk ég að heyra frá Ragga syni Esterar vinkonu okkar í útskriftar veislunni hennar í gær. Ástæðan: ég sagði við hann að ég ætlaði að skipta yfir í hvítvín úr rauðvíninu. Mér tókst nú að fá hann til að gefa mér hvítvínsglas með því loforði að ég fengi mér millirétt áður en ég byrjaði á glasinu.

2009-06-19

Hnattstaða

Filed under: Nördismi — Jón Lárus @ 20:49

okkar á Njálsgötunni, nánar tiltekið við útidyrahurðina að framan (þegar dyrnar eru lokaðar) er 64°8’39.45″N, 21°55’43.90″W. Skv. nei.is.

2009-06-17

Eldavélarbasli

Filed under: Ýmislegt — Jón Lárus @ 15:29

okkar er nú loksins lokið. Eftir hátt í þriggja mánaða ofnleysi þá tókst að klára að laga vélina í gær eins og sjá má hér.

Til að gera stutta sögu langa þá gerðist það líklega í lok mars (man ekki dagsetninguna nákvæmlega) að það brotnaði takkinn af eldavélinni sem stýrir virkni ofnsins (undir/yfirhiti/blástur o.s.frv.). Það tók nokkra daga að útvega nýjan rofa en um miðjan apríl þá komst hann í okkar hendur. Eins og sést hér þá gekk það ekki upp því rofinn sem var fyrir í vélinni og sá nýi voru ekki eins. Næsta skref var því að reyna að útvega teikningar að tengingunum. Það tók nokkra daga. Þegar við vorum búin að fá teikninguna í hendurnar þá kölluðum við til rafvirkja sem sér um viðgerðir á vélum eins og okkar. Hann var ekki lengi að komast að því að teikningarnar væru rangar. Garg!

Við þurftum því að útvega nýtt sett af teikningum. Þær komu svo seint í maí. Þá vorum við á leiðinni út og gátum ekkert hugsað um þetta mál. Dembdum okkur síðan beint í þetta mál þegar við komum heim úr kórferðinni. Fengum rafvirkjann aftur. Hann sá að þetta voru réttar teikningar en þær voru samt ekki nákvæmar þ.a. hann vildi fá vélina inn á verkstæði til sín. Á mánudaginn fórum við síðan í það verkefni að koma henni á verkstæðið og fengum hana svo aftur til baka í gær í tipp topp standi Þvílíkur léttir eftir að hafa verið tvo og hálfan til þrjá mánuði ofnlaus.

Gleðilega þjóðhátíð

Filed under: Hátíð — Jón Lárus @ 14:52

Kæru lesendur, nær og fjær!

2009-06-13

Setningar VII

Filed under: Setningar — Jón Lárus @ 23:58

Þegar ég var ellefu ára kenndi málari, sem var að mála húsið heima, mér þessa setningu:
Einu sinni var Skoti, sem skaut Skota með skoti út í skoti. Þá kom annar Skoti og spurði Skotann, sem skaut Skota með skoti út í skoti af hverju hann hefði skotið Skota með skoti út í skoti. Þá svaraði Skotinn, sem skaut Skotann með skoti út í skoti: Af því bara.

Helst á að þylja romsuna án þess að draga andann á meðan.

Palindrome

Filed under: Uncategorized — Jón Lárus @ 01:40

er það ekki góð þýðing á spegilorði?

2009-06-11

Nabucco í Olomouc

Filed under: Tónlist — Jón Lárus @ 23:59

Ég ætla nú ekki að fara að rekja Tékklandsferðina lið fyrir lið. Hildigunnur gerir það, mjög vel, á síðunni sinni.

Fyrir þá sem ekki vita þá vorum við fararstjórar í kórferð Gradualekórsins í kórakeppni í Olomouch í Tékklandi. Eitt kvöldið þá var kórnum og fylgiliði boðið á óperusýningu í óperuhúsinu í Olomouc (já það er óperuhús þar, þótt þetta sé bara 100.000 manna sveitaborg í Tékklandi). Á efnisskránni var Nabucco, eftir Verdi. Þegar við mættum á sýninguna þá kom í ljós að þetta var hraðferð um óperuna. Bara sýndar helstu aríur og kórar. Miðum var dreift á liðið og þegar við Hildigunnur fundum loksins okkar stað þá kom í ljós að þetta var óperuklefi á besta stað á annarri hæð (maður skildi náttúrlega ekki tékkneskuna á miðanum, þar sem stóð óperuklefi nr. þetta og þetta). Hef aldrei komið inn í svona nokkuð áður. Ákveðin greifatilfinning yfir þessu. Vantaði bara þjóninn með kampavínið í hléinu.

Eitt atriði í óperunni var alveg drepfyndið (án þess að eiga að vera það). Úr óperuklefanum okkar sáum við vel ofan í hljómsveitargryfjuna. Í þessu atriði þá stráðu nokkrir söngvarar glimmeri á sviðið og hluti af því fór ofan í gryfjuna og yfir spilarana í annarri fiðlu. Ein fiðlustelpan tók alveg andköf þegar glimmerið hrundi yfir hana. Hætti að spila og hristi sig alla. Kitlaði greinilega undan þessu. Síðan komu nýjar glimmersendingar af sviðinu nokkrum sinnum og alltaf var jafnmikið drama í hljómsveitargryfjunni. Maður þurfti bara að halda aftur af sér til að springa ekki úr hlátri yfir þessu öllu saman.

Ógnarlangur

Filed under: Ýmislegt,Fjölskyldan — Jón Lárus @ 23:09

parís. Það var það sem Freyja og Sæunn, vinkona hennar dunduðu sér við að gera í dag. Parísinn náði frá hliðinu hjá okkur út að Drekanum á horninu. Eitthvað um 120 m. 350 hopp, fyrir þá sem nenna.

Byrjun

Horft eftir parísnum

Síðasta hopp

Svo hérna smá göngutúr eftir orminum langa…

2009-06-8

Dópistarnir

Filed under: Ýmislegt — Jón Lárus @ 23:47

í Frankfurt eru mjög lausir við það að vera feimnir.

Eins og áður hefur komið fram þá þurfti ég að gista eina nótt í Frankfurt því ég fékk ekki flugfar með sama flugi og Gradualehópurinn og Hildigunnur. Fékk hótel rétt hjá aðaljárnbrautarstöðinni, í frekar vafasömu hverfi. Allt morandi í sex búllum og skuggalegum börum. Rétt hjá hótelinu sá ég svo tvisvar sinnum dópista vera að sprauta sig út á gangstétt um hábjartan dag, eins og ekkert væri sjálfsagðara! Þar að auki var svo allt morandi í betlurum í miðbænum. Frekar óspennandi borg að mínu mati. Punkturinn yfir i-ið er síðan óspennandi skipulag, arkítektúr og hryllilega ljótar styttur og gosbrunnar. Ég veit ekki hvaða amatörar hafa fengið að leika lausum hala þarna.

A1

Filed under: Vín — Jón Lárus @ 23:12

eða Airone frá Michele Chiarlo eru ekki lengur bestu eða með bestu kaupum í ríkinu. Flaska af þessu víni kostaði 1875 kall fyrir skattahækkunina (og voru frábær kaup) en er núna komin upp í 3159 kr. Örugglega komin ný sending, sem þurfti að hækka og svo bætist skattahækkunin við. Selst samt örugglega ekkert af víninu á þessu verði. Að minnsta kosti á ég eftir að hugsa mig tvisvar um. Hrikalega svekkjandi.

2009-06-7

Það er nú ekki oft

Filed under: Matur — Jón Lárus @ 21:24

sem maður verður fyrir því eða lendir í því að fá fullkomlega eldaðar rækjur á veitingastöðum. Allt of oft sem þær eru orðnar þurrar og leiðinlegar.

Ég varð eftir í Frankfurt þegar Hildigunnur og Graduale kórinn flugu heim í dag því mér tókst ekki að útvega mér miða með sama flugi (bættist við hópinn eftirá). Þurfti náttúrlega að fá mér eitthvað að borða og endaði inni á tælenskum veitingastað. Fékk mér Pad-tai núðlur þar. Sá ekki eftir því þar sem þær voru vægast samt hrikalega góðar. Stóðust alveg samanburð við Krua-tai heima eða jafnvel betri ef mögulegt er.

2009-06-3

Setningar VI

Filed under: Setningar — Jón Lárus @ 20:29

Það er orðið ansi langt síðan ég henti inn síðustu svona furðusetningu. Hérna er ein klassísk þýsk:

Wenn die Damen in Baden Baden baden, baden die Herren nicht.

Þarfnast náttúrlega ekki frekari útskýringa við.

Bloggaðu hjá WordPress.com.