Strč prst skrz krk

2010-08-13

Þriggja eins stafa

Filed under: Setningar — Jón Lárus @ 23:57

í röð íslensk orð eru nokkur til. Var að spá í að safna saman eins mörgum eins og hægt er.

Þau sem ég man eftir í svipinn eru:

alllengi
alllangur
valllendi
toppplata
blikkklæðning

Ekkert voðalega mörg. Ég veit að þau eru mörg fleiri til. Líka spurning hvort til eru fleiri samsetningar en lll, ppp og kkk. Mmm alveg örugglega til. Man bara ekki eftir slíku tilfelli akkúrat núna.

2009-06-13

Setningar VII

Filed under: Setningar — Jón Lárus @ 23:58

Þegar ég var ellefu ára kenndi málari, sem var að mála húsið heima, mér þessa setningu:
Einu sinni var Skoti, sem skaut Skota með skoti út í skoti. Þá kom annar Skoti og spurði Skotann, sem skaut Skota með skoti út í skoti af hverju hann hefði skotið Skota með skoti út í skoti. Þá svaraði Skotinn, sem skaut Skotann með skoti út í skoti: Af því bara.

Helst á að þylja romsuna án þess að draga andann á meðan.

2009-06-3

Setningar VI

Filed under: Setningar — Jón Lárus @ 20:29

Það er orðið ansi langt síðan ég henti inn síðustu svona furðusetningu. Hérna er ein klassísk þýsk:

Wenn die Damen in Baden Baden baden, baden die Herren nicht.

Þarfnast náttúrlega ekki frekari útskýringa við.

2008-08-7

Setningar V

Filed under: Setningar — Jón Lárus @ 23:58

Vorum að tala um eina gamla og góða setningu í gær.

Hljómar svona: Það á að vera bil á milli Síld og og og og og fiskur. Reyndar er hægt að gera hana nútímalegri með því t.d. að segja það á að vera bil á milli Séð og og og og og heyrt.

Fífa var smástund að átta sig á því hvernig þetta gengi upp allt saman. Hún hafði víst séð hana einhvern tímann og ekki botnað neitt í neinu.

2008-06-29

Setningar III

Filed under: Setningar — Jón Lárus @ 23:08

Fékk þessa óvænt upp í hendurnar í kvöld.

Finnsk að þessu sinni:

Mun mumoni muni
mun mamoni
mun mamoni muni mun

Þetta mun víst þýða:

Amma mín verpti eggi,
sem var mamma mín.
Mamma mín verpti eggi,
sem var ég.

Þetta minnir pínu á íslensku setninguna:

Barbara Ara. bar Ara araba bara rabarbara, sem er örugglega lengsta íslenska setning þar sem eru bara notaðir 3 stafir (fyrir utan mismunandi uppraðanir af sama toga).

2008-01-13

Setningar II

Filed under: Setningar — Jón Lárus @ 23:58

Einhvern tímann henti ég inn furðulegri tékkneskri setningu hérna inn og ætlaði svo að halda áfram. Ekkert hefur nú orðið af því fyrr en þá núna.

Best að láta tvær franskar flakka. Það sem er skemmtilegt við þessar tvær er framburðurinn.

Sú fyrri:

Caton, écarte ton carton, car ton carton me gêne.

Í lauslegri þýðingu: Caton, ýtu pappaspjaldinu þínu til hliðar því pappaspjaldið þitt fer í taugarnar á mér.

Og sú síðari:

Nous choisissons ces six saucissons ci.

Eða á ylhýra: Við veljum þessar sex pylsur hérna.

2007-07-11

Setningar I

Filed under: Setningar — Jón Lárus @ 23:58

Ég hef lengi haft áhuga á setningum sem eru sérkennilegar á einhvern hátt eða þá tungubrjótum af ýmsu tagi. Eins og til dæmis: Hnoðri í norðri verður að veðri þótt síðar verði (reynið bara að segja þetta hratt).

Á næstu vikum og mánuðum mega lesendur eiga von á að sjá undarlegar setningar á hinum ýmsustu málum. Það sem er merkilegt við þær getur verið ýmsilegt. Framburður, stafsetning o.s.frv. Sérstaklega þætti mér vænt um ef lesendur sem luma á einhverjum svona setningum væru til í að deila þeim með mér.

Fyrsta setningin sem ég skelli fram er um leið heitið á blogginu mínu:

Strč prst skrz krk.

Þetta er tékknesk setning og það sem mér finnst merkilegt við hana er að það eru engir sérhljóðar í henni.

2006-02-11

Sjálfsagt eru einhverjir búnir að sjá þetta. Fékk …

Filed under: Setningar — Jón Lárus @ 23:48

Sjálfsagt eru einhverjir búnir að sjá þetta. Fékk þetta sent í pósti og mér fannst þetta bara svo mikil snilld að ég varð að skella þessu inn:

Bekkjarafmælið
Ósk Ýr gekk rösklega með Brand Ara í afmælið til Egils Daða því hún var
að verða of sein að sækja Leif Arnar og Loft Stein í leikskólann.
Borgar Vörður, pabbi Egils Daða, tók á móti þeim.
Þarna voru Lind Ýr, Líf Vera, Sól Hlíf, Ævar Eiður og Hreinn Bolli.
Erlendur Hreimur kom blaðskellandi innan úr stofunni og vinkonurnar
Vísa Skuld og Dís Ester fast á hæla honum.
Mýra Þoka lét lítið fyrir sér fara úti í horni.
Innan úr herbergi Egils Daða bárust ógurlegir skruðningar – “#%=�$&/(=!z#$!/!=!
Línus Gauti, Barði Vagn og Mist Eik voru greinilega mætt. En hvar var Ríta Lín?
Fyrir utan var Sædís Líf í rauðum fólksvagni.
Hægt og sígandi nálgaðist Jökla Þoka eftir stígnum.
Hún var orðin alltof sein í afmælið.

Bloggaðu hjá WordPress.com.