Strč prst skrz krk

2010-10-29

Suðu og bökunartímar

Filed under: Uncategorized — Jón Lárus @ 22:36

Hvernig ætli standi á því að farið sé með suðutíma á alls kyns pasta og hrísgrjónum eins og væru þeir hernaðarleyndarmál? Oftar en ekki þarf maður að velta umbúðunum fram og til baka til að finna þessar upplýsingar. Heyrir til undantekninga að þær séu gefnar upp þannig að sjáist strax. Sama má segja um bökunartíma eins og á smábrauðum og hvítlauksbrauðum. Lenti í einu svona atviki fyrir nokkrum dögum. Þurfti að fara alveg í smáa letrið til að finna hversu lengi ég ætti að baka hvítlauksbrauð. Auðvitað getur maður fylgst með hvernig gengur en maður vill bara geta skellt þessu af stað og stillt ca. tíma.

2010-10-23

Kasetta

Filed under: Ruglið — Jón Lárus @ 23:49

Um daginn þá fór ég í dagsferð með vinnunni, nokkrar deildir saman af skrifstofunni. Svona dæmigert þjappa hópnum saman. Í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema hvað við komum við á Njálusetrinu á Hvolsvelli. Hraðspólað í gegnum Njálu á þremur korterum. Mjög skemmtilegt því sá sem sagði frá var virkilega góður sögumaður. Eftir þetta þá röngluðum við í gegnum búðina og þar rak ég augun í kasettu til sölu! Harmónikkufélag Rangæinga ef ég man rétt. Ég hef ekki séð svona nokkuð boðið til sölu í mörg ár.

2010-10-20

201020102010

Filed under: Nördismi — Jón Lárus @ 17:32

Í kvöld kemur þessi skemmtilega tíma og dagsetning upp.

Stolinn bíll

Filed under: Skilorðið — Jón Lárus @ 17:31

Fyrir síðustu helgi, líklega aðfararnótt laugardagsins var lagt bíl hérna fyrir framan hjá okkur. Síðan þá hefur hann safnað sektum. Var kominn með að minnsta kosti fimm undir þurrkurnar.

Mér fannst þetta undarlegt og fór að velta fyrir mér hverjar ástæðurnar gætu verið. Datt þá í hug að bílnum hefði verið stolið. Prófaði að fara inn á lögregluvefinn. Og viti menn þar var einmitt lýst eftir hvítum Nissan Sunny nr. RL-010 sama og hefur staðið fyrir utan hjá okkur síðan um helgina.

Reyndi að ná í lögguna en þá er skrifstofusímanum náttúrlega lokað þar kl. 16. Prófaði þá að gúggla bílnúmerið og fann síðu þar sem var lýst eftir þessum bíl. Þar var gefið upp póstfang, sem ég sendi á. Verður spennandi að vita hvað kemur út úr því.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.