Strč prst skrz krk

2009-07-13

Rakst svo á þetta

Filed under: Brandarar — Jón Lárus @ 23:46

einhvers staðar á vafrinu:

A bloke walks into a Glasgow library and says to the prim librarian,
‘Excuse me Miss, dey ye hiv ony books on suicide?’
To which she stops doing her tasks, looks at him over the top of her glasses and says,
‘Fook off, ye’ll no bring it back!’

2008-07-21

Best að skella inn

Filed under: Brandarar,Nördismi — Jón Lárus @ 23:01

öðrum nördabrandara.  Fífa heyrir þetta í unglingavinnunni.  Flokksstjórinn, eðlisfræðinemi, er greinilega náma af svona nördabröndurum.  Allavega:

What did i say to pi?

A: Get rational!

But how did pi retort?

A: Get real!

2008-07-2

Viðutan

Filed under: Brandarar,Vinnan — Jón Lárus @ 19:54

Nei, ekki ég, ekki að þessu sinni, heldur vinnufélagi minn einn. Vorum í mötuneytinu í gær. Þessi tiltekni vinnufélagi minn var búinn að borða og var á leiðinni að skila bakkanum af sér. Rakst þá á annan úr deildinni okkar og þurfti endilega að segja nokkur orð við hann. Hélt síðan áfram inn á deild með bakkann í hendinni. Kom skömmu síðar aftur til baka inn í mötuneyti, kafrjóður í framan, með bakkann. Þarf ekki að orðlengja að við grenjuðum öll af hlátri yfir þessu.

2008-06-11

Nördabrandari (gáta)

Filed under: Brandarar,Nördismi — Jón Lárus @ 23:32

Fífa sagði mér þennan brandara/gátu. Flokksstjórinn hennar í unglingavinnunni, sem er víst verkfræðinemi, sagði þeim hann. Here goes…

Einstein, Newton og Pascal voru í feluleik. Einstein var hann og á meðan hann taldi upp að 1729 þá földu hinir sig. Pascal inni í fataskáp en Newton tók fram stól teiknaði ferning, sem var metri á kant, umhverfis stólinn og settist síðan á hann. Þegar Einstein var búinn að telja þá fór hann að leita og kom nánast samstundis auga á Newton. Einstein hrópaði hróðugur: „Newton, ég er búinn að finna þig!“ Newton svaraði að bragði: „Nei, ég er ekki Newton, ég er Pascal!“

Jæja kæru lesendur, hvernig gengur þetta upp hjá honum?

2008-04-11

Røben

Filed under: Brandarar,Dægradvöl — Jón Lárus @ 12:38

Við Hildigunnur vorum að hlusta á Orð skulu standa þáttinn í gærkvöldi. Eins og oft áður voru keppendur spurðir að merkingu orða úr pétrísk-íslenskri orðabók (samin af Pétri man ekki hvers son, sem er prestur í óháða söfnuðinum ef ég man rétt). Annað liðið fékk spurninguna: Hvað stendur Røben fyrir í PÍ orðabókinni? Svarið var síðan Raufarhöfn. Við Hildigunnur ætluðum ekki að verða eldri.

2008-02-19

Finnur brandarakarl

Filed under: Brandarar,Fjölskyldan — Jón Lárus @ 12:29

Gekk eitthvað hálf rólega hjá Finni að klæða sig í morgun. Ég sagði þá við hann: Þú verður að drífa þig í buxurnar, það borgar sig að fara í buxum í skólann. Hann sagði sosum ekki neitt við því og kláraði að klæða sig. Nokkru síðar var ég búinn að taka til nesti og á leiðinni niður með bakpokann (í náttfötum nota bene). Heyrist þá í litla gaur: Pabbi, þú verður að drífa þig að klæða þig. Það borgar sig að vera í fötum í vinnunni!

Þarf ekki að orðlengja það að við Hildigunnur sprungum bæði úr hlátri.

2007-12-13

Jólahóptími

Filed under: Brandarar,Fjölskyldan,Tónlistarnám — Jón Lárus @ 23:11

Finnur spilaði í jólahóptíma hjá víólunum í gær. Lagið, sem hann átti að spila var: Dvel ég í draumahöll úr Dýrunum í Hálsaskógi. Hildigunnur var meira að segja búin að útbúa drungalegt undirspil fyrir píanóið, sem var kallað: Dvel ég í draugahöll. Fyrir misskilning komst það ekki til skila en það er nú önnur saga. Þegar röðin kom að Finni að spila þá arkaði hann fram á sviðið mjög öruggur með sig og sagði síðan við meðleikarann, þannig að heyrðist um allan salinn, þegar hann gekk fram hjá píanóinu: „Þú kannt ekki að spila það, sem ég ætla að spila!“ Hún svaraði samstundis: „Jú ég kann það víst!“ Sármóðguð. Salurinn sprakk.

2007-11-29

Dilbert

Filed under: Brandarar — Jón Lárus @ 23:13

Getur verið alveg magnaður.

Dilbert, snilld.

2007-11-19

Beint í mark

Filed under: Brandarar — Jón Lárus @ 20:14

Þessi Wulffmorgenthaler hitti beint í mark hjá mér.

P� og félagar

2007-07-29

Wulffmorgenthaler

Filed under: Brandarar — Jón Lárus @ 21:43

er oft góður. Rakst á þennan
áðan. Ekki hægt annað en henda þessu inn.

2007-05-23

Slóvenía

Filed under: Brandarar,Ferðalög,Fjölskyldan — Jón Lárus @ 00:23

Fífa er að fara til Slóveníu í júni með kórnum sínum. Í kvöld var fundur um ferðatilhögun og fleira þess háttar. Þarna komu alls konar fyrirspurnir. Meðal annars var einhver sem spurði hvenær sólin kæmi upp í Slóveníu á þessum árstíma. Jónsi kórstjóri svaraði að það væri líklega milli klukkan 5 og 6. Þá heyrðist í einum kórfélaganum: Um morguninn?

2007-05-13

Held

Filed under: Brandarar,Fjölskyldan — Jón Lárus @ 03:24

það sé nokkuð ljóst hvaðan Fífa hefur orðheppnina. Að minnsta kosti hitti Hildigunnur þvílíkt naglann á höfuðið áðan.

Við vorum að fara í Eurovision/kosningapartí áðan. Vorum búin að tína til mat og drykk í kælitösku og poka. Ég var svo eitthvað að fikta við kælitöskuna og gleymdi að loka henni almennilega. Skömmu síðar rakst Hildigunnur á það og sagði: „Jón þú verður að loka töskunni, annars missir hún kúlið…“.

2007-05-11

Heyrði

Filed under: Brandarar — Jón Lárus @ 19:00

latneskt samheiti yfir alla þessa pínulitlu hunda, chihuahua, púðlur og hvað þeir heita nú allir saman. Canis ridiculo.

2007-05-7

Swiss army

Filed under: Brandarar — Jón Lárus @ 00:34

lobster. Sjá hér

2007-04-17

Stolinn

Filed under: Brandarar — Jón Lárus @ 23:12

Heyrði um daginn ansi góða sögu af fólki á kassa í Hagkaupum.

Maður, sem við þekkjum var í röð á eftir einhverju fólki, sem hafði tekið tvennt af sömu vörunni og áttaði sig fyrst á því þegar komið var á kassann. Þau voru fyrst eitthvað að vandræðast yfir þessu en sögðu svo við kassabarnið: Þetta er allt í lagi við tökum bara hvorttveggja. Kassabarnið varð eitt spurningamerki í framan þangað til að gall í þeim sem var á næsta kassa: Ég veit hvað þetta þýðir. Ég heyrði þetta um daginn. Þetta þýðir bæði…

2007-04-7

Fennel

Filed under: Brandarar,Matur — Jón Lárus @ 18:46

Við keyptum hnúðkál í Nóatúni, líklega á miðvikudaginn. Þegar við komum á kassann þá hélt kassadrengurinn því fram að þetta væri fennel. Við samþykktum það nú ekki alveg. Hann sagði þá að einhver maður hefði komið fyrr um daginn og sagt að þetta væri fennel. Okkur tókst nú að lokum að sannfæra hann um að við hefðum rétt fyrir okkur.

Hugsa að sá, sem keypti hnúðkál fyrir fennel hafi orðið fyrir vonbrigðum þegar hann kom heim. Eða að minnsta kosti þegar átti að fara að nota fennelið.

2007-03-19

Nemandagrín

Filed under: Brandarar — Jón Lárus @ 20:02

Þetta hérna er með því betra sem ég hef séð lengi!

Fleiri góð hér

2007-01-19

Fyrst maður er byrjaður

Filed under: Brandarar — Jón Lárus @ 19:20

Fékk þetta sent í vinnunni í dag.

It’s not too often that you hear a joke about blonde guys…

Two blonde guys were working for the city works department. One would dig a hole and the other would follow behind him and fill the hole in. They worked up one side of the street, then down the other, then moved on to the next street, working furiously all day without rest, one guy digging a hole, the other guy filling it in again.

An onlooker was amazed at their hard work, but couldn’t understand what they were doing. So he asked the hole digger,

„I’m impressed by the effort you two are putting in to your work, but I don’t get it-why do you dig a hole, only to have your partner follow behind and fill it up again?“

The hole digger wiped his brow and sighed, „Well, I suppose it probably looks odd because we’re normally a three-man team. But today the guy who plants the trees called in sick.“

2007-01-5

Finnur

Filed under: Brandarar,Fjölskyldan — Jón Lárus @ 20:15

er góður. Áðan þegar við kölluðum á hann að borða þá sagði hann, þegar hann sá matinn: „Namm þetta er uppáhaldsmaturinn minn. Hvað er þetta annars?“

Nokkuð góður.

E.s. Þetta er víst 200. færslan mín. Næ ekki Hildigunni en kannski ekki svo slæmt miðað við að blogga bara 3. hvern dag að meðaltali.

2007-01-3

wulffmorgenthaler

Filed under: Brandarar — Jón Lárus @ 23:21


er (næstum því) alltaf góður. Sikk, samt.

Eftirfarandi síða »

Bloggaðu hjá WordPress.com.