Strč prst skrz krk

2011-03-23

Tiltektaratvik

Filed under: Heimilisstörf — Jón Lárus @ 23:01

Lenti í tiltektaratviki um helgina. Við vorum búin að bjóða nágranna okkar í mat. Bæði til að borga aðeins til baka fyrir öll skiptin sem hann hefur tekið að sér að gefa Loppu og blómum og einnig til að ræða aðeins um komandi framkvæmdir. Nema hvað, ég var búinn að henda lambabógi inn í ofn og var að ganga frá í uppþvottavélina. Fífa var að útbúa súkkulaðimousse. Á eldhúsborðinu var skál með nokkrum eggjahvítum, sem ég hafði fengið á tilfinninguna að ætti ekki að nota. Ég losaði okkur við hvíturnar og gekk frá skálinni. Skömmu síðar bað Fífa mig um að kíkja á uppskriftina til að gá að einhverju atriði. Ég gerði það og hvítnaði síðan upp. Ástæðan, sá eftirfarandi aftast í uppskriftinni: Í lokin hálfþeytið eggjahvíturnar og bætið síðan sykrinum út í…

2007-09-17

Skóflóð

Filed under: Heimilisstörf — Jón Lárus @ 23:13

Tók mig til um helgina og réðst á skóhrúguna niðri við aðalinnganginn okkar. Veitti ekki af, ástandið var orðið hrikalegt eins og sjá má hér að neðan. Líka vegna þess að bráðlega verður þeim inngangi breytt í herbergi fyrir Finn. Höfum þá ekki pláss nema fyrir brot af hrúgunni eins og hún var.

Skóflóð

Tækifærið var síðan notað til að grynnka á skófjallinu. Of litlum, gatslitnum og skóm sem voru aldrei notaðir var hent. Eitthvað á að fara í Sorpu. Sumarskóm pakkað inn í skáp.

Eftir tiltektina er gangurinn alveg ótrúlega snyrtilegur (spurning samt hvað það helst lengi) og lítur út fyrir að verði ekki vandamál að koma skóbúnaðinum fyrir í nýja ganginum, sem er miklu minni en sá gamli

2007-01-11

Affrysting

Filed under: Heimilisstörf — Jón Lárus @ 21:28

Var að enda við að affrysta ísskápinn. Vonandi í síðasta skipti sem þarf að gera það við þennan. Ef allt gengur upp fáum við nýja skápinn eftir 2 vikur eða svo.

Undanfarið ár eða svo hefur þurft að affrysta skrambans ísskápinn á svona mánaðar til eins og hálfs mánaðar fresti. Ekki það skemmtilegasta sem maður gerir.

2006-11-11

Að lokum erum við hætt

Filed under: Ýmislegt,Heimilisstörf — Jón Lárus @ 19:19

með rannsóknina okkar. Höfum núna í mánuð safnað saman öllum miðum vegna matarinnkaupa. Þannig að við vitum hvað fer mikið í mat hjá okkur núna á mánuði. Planið er svo að taka annan mánuð til samanburðar eftir að matarskatturinn verður lækkaður. Verður spennandi að sjá hvernig það kemur út.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.