Strč prst skrz krk

2009-08-5

Þessi kría

Filed under: Myndir — Jón Lárus @ 23:56

sat á stefninu á bátnum sem sótti okkur í Grunnavík. Tyllti sér þarna á meðan seinna hollið var sótt í land á gúmmíbátnum.

Kría í návígi

Kría í návígi

Ég er ekki viss um að ég hafi áður séð kríu svona nálægt án þess að þurfa að forða mér.

2009-03-21

Nokkrar Loppumyndir

Filed under: Myndir — Jón Lárus @ 00:03

Í gærkvöldi þegar við vorum að borða var svo heitt að við vorum öll alveg að bráðna. Opnuðum eldhúsgluggann til að kæla okkur niður. Loppa náttúrlega mætti á svæðið eins og skot og valsaði inn og út um gluggann. Þangað til að henni datt í hug að klifra upp á hann og svo í framhaldi af því upp á annan glugga á stigaganginum upp á risið. Hérna nokkrar myndir, sem Freyja tók.

Loppa trónir á opnanlega faginu

Annað sjónarhorn

Gluggagægir

2009-01-2

Nokkrar myndir

Filed under: Hátíð,Myndir — Jón Lárus @ 21:45

frá Hallgrímstorgi um áramótin.

Flugeldar I

Flugeldar II

Flugeldar III

Þetta var bara nokkuð flott þarna uppfrá. Held nú samt að skothríðin hafi byrjað heldur seinna heldur en oftast áður. Dró líka fyrr úr henni. En um miðnættið þá voru ekkert færri rakettur á lofti heldur en verið hefur undanfarin ár.

2008-11-21

W

Filed under: Ýmislegt,Myndir — Jón Lárus @ 07:59

Mig langar ekki til að sjá þá mynd. Er búinn að fylgjast með henni síðastliðin 8 ár og fannst hún hreint ekki skemmtileg.

2008-10-23

Snæfríður?

Filed under: Ýmislegt,Myndir — Jón Lárus @ 00:00

Ekki smá flott snjókona (maður getur varla kallað hana snjókerlingu) á litla róló hérna á bak við hjá okkur, sem ég rakst á í kvöld. Hljóp inn, sótti myndavélina og smellti af nokkrum myndum.

Snæfriður, snjókona

Nærmynd af Snæfriði.

Kæmi mér ekki á óvart þótt höfundurinn væri listakonan í bakhúsinu, sem gerði Hrímfaxa sl. vetur.

2008-09-30

Bugatti

Filed under: Bílar,Myndir — Jón Lárus @ 22:57

Veyron er bara flottasti bíll, sem til er.

Bugatti Veyron

Rákumst á búð úti í Berlín þar sem er hægt að kaupa þennan bíl. V16 vél, 1001 hestafl, hámarkshraði 407 km/klst. Eyðsla 40 l á hundraðið í innanbæjarakstri. Ætli verðið sé ekki komið yfir 300 milljónir eins og gengið er núna. Fyrir þá, sem hafa ekki efni á Bugatti voru líka til sölu Bentleyar í sömu búð. 20-30 milljón kr. stykkið. Ekkert ósnotrir heldur svosem.

2008-09-7

Fornbílarall

Filed under: Bílar,Myndir — Jón Lárus @ 14:29

Skaust niður að ráðhúsi í morgun þegar verið var að ræsa af stað í fornbílarallið, sem haldið er þessa vikuna. Eitthvað um 70 áhafnir, af ýmsum þjóðernum, sem taka þátt. Smellti af nokkrum myndum af herlegheitunum. Margir mjög flottir.

Þessi fannst mér flottastur, u.þ.b. 50 ára gamall Citroën DS.

Flestir virtust nú vera að þessu fyrir gamanið. Þessir voru þeir einu, sem ég sá þar sem nafn og blóðflokkur kom fram á bílnum. Virtust vera í þessu fyrir alvöru.
Jaguar Mark II

Og svo þrír flottir hérna. Silfurlitaði Jagúarinn ekkert smá glæsilegur.
Nokkrir flottir

Verst að mynd af einni áhöfninni, sem var útbúin með leðurhúfur og gamaldags hlífðargleraugu virðist hafa misheppnast.

2008-08-31

Um daginn

Filed under: Ýmislegt,Myndir — Jón Lárus @ 01:08

þegar handboltalandsliðið okkar kom til landsins fylltist gatan okkar af fólki.

Gatan okkar full af fólki

Ég hef aldrei, hvorki fyrr né síðar séð eins mikið af fólki hér á götunni eins og þegar þeir voru rétt farnir hjá. Verst að þegar ég ætlaði að smella af mynd þá var rafhlaðan í myndavélinni tóm þannig að ég þurfti að finna til nýja. Fólksfjöldinn var farinn að minnka þegar ég loksins náði að smella af mynd.

2008-08-13

Litagleði í Lóni

Filed under: Fjölskyldan,Myndir — Jón Lárus @ 23:02

Í göngutúr, sem var farinn í Hvannagil í Lóni gat að líta landslag í öllum regnbogans litum. Hildigunnur var nú búin að birta eitthvað af myndum úr göngutúrnum hér. Ég stenst samt ekki mátið að bæta nokkrum við. Þetta landslag þarna er engu líkt.

Lækur endar
Lækur endar

Rauðleitar skriður
Rauðar skriður

Gráar skriður
Gráar skriður

Svartur klettur
Svartur klettur

Lækurinn rétt áður en hann hverfur í skriðuna
Lækurinn

Innarlega í gilinu
Innarlega i gilinu

2008-01-17

Hrímfaxi

Filed under: Ýmislegt,Myndir — Jón Lárus @ 00:08

eða Snæfaxi? Það er spurningin.

Hr�mfaxi

Ekki gott að segja en að minnsta kosti er ljóst að nágrannar okkar í bakhúsinu eru listfengir.

2008-01-2

Áramótatréð.

Filed under: Hátíð,Myndir — Jón Lárus @ 18:31

Best að skella hérna inn mynd af áramótatrénu okkar, sem stelpurnar bjuggu til með pappírsbombuskothríð á gamlárskvöld.

Áramótatréð

2007-08-17

Sicko

Filed under: Myndir — Jón Lárus @ 21:08

Sáum Sicko, nýjustu mynd Michael Moore fyrir nokkrum dögum. Ekkert smá góð mynd. Skylduáhorf, ekki spurning!

Maður fyllist óhugnaði yfir hvað heilbrigðiskerfið í BNA er hrikalega lélegt. Ekki einu sinni alltaf nóg að vera með sjúkratryggingu. Fólk getur misst trygginguna ef það er of oft veikt eða ef tryggingarfyrirtækið ákveður að sjúkdómurinn hafi verið kominn til áður en tryggingin var tekin. Og vesalings þeir, sem eru ekki tryggðir ef þeir verða veikir. Maður getur ekki nógsamlega þakkað fyrir að búa í landi þar sem heilbrigðiskerfið virkar svona að mestu leyti, þó það sé náttúrlega alltaf hægt að bæta kerfið.

2007-04-5

Myndin

Filed under: Matur,Myndir — Jón Lárus @ 16:30

Vegna fjölda áskorana þá verð ég víst að birta mynd af egginu. 😉
Hér kemur hún:

Páskaegg '07

2007-04-3

Glanni

Filed under: Myndir — Jón Lárus @ 22:37

ekki þó Glæpur

í leysingum.

2007-03-29

Grisjun

Filed under: Myndir — Jón Lárus @ 23:04

Tók svo til í myndasafninu, sem ég læt renna um skjáinn. Ekki glæta að ég gæti grisjað niður fyrir 130. Ekki svo að skilja að það sé neitt stórkostlegt vandamál samt.

5695

Filed under: Myndir — Jón Lárus @ 00:05

myndir er ég búinn að skoða úr myndasafninu okkar og velja af þeim 160 til að hafa sem bakgrunn á tölvunni minni.  Á svo eftir að grisja aðeins úr þessum 160.  Þarf helst að fækka þeim um helming.  Annars er þetta allt of mikill frumskógur.

2007-02-2

Undarleg jurt

Filed under: blóm,Myndir — Jón Lárus @ 23:26

.flickr-photo { border: solid 2px #000000; }.flickr-yourcomment { }.flickr-frame { text-align: left; padding: 3px; }.flickr-caption { font-size: 0.8em; margin-top: 0px; }


DSC00162, originally uploaded by dick_pountain.

Er bara að prófa að blogga úr Flickr. Veit annars ekki hvar í ósköpunum svona lagað vex…

Bloggaðu hjá WordPress.com.