Strč prst skrz krk

2011-03-29

Vorboðar

Filed under: Ýmislegt — Jón Lárus @ 22:14

Ég held að vorið sé komið núna. Á leiðinni heim úr vinnunni þá mætti ég tveimur götusópurum. Sá svo einn álengdar. Stígarnir orðnir snjólausir og meira að segja búið að sópa upp mölinni. Skýrara verður þetta varla.

2011-03-23

Tiltektaratvik

Filed under: Heimilisstörf — Jón Lárus @ 23:01

Lenti í tiltektaratviki um helgina. Við vorum búin að bjóða nágranna okkar í mat. Bæði til að borga aðeins til baka fyrir öll skiptin sem hann hefur tekið að sér að gefa Loppu og blómum og einnig til að ræða aðeins um komandi framkvæmdir. Nema hvað, ég var búinn að henda lambabógi inn í ofn og var að ganga frá í uppþvottavélina. Fífa var að útbúa súkkulaðimousse. Á eldhúsborðinu var skál með nokkrum eggjahvítum, sem ég hafði fengið á tilfinninguna að ætti ekki að nota. Ég losaði okkur við hvíturnar og gekk frá skálinni. Skömmu síðar bað Fífa mig um að kíkja á uppskriftina til að gá að einhverju atriði. Ég gerði það og hvítnaði síðan upp. Ástæðan, sá eftirfarandi aftast í uppskriftinni: Í lokin hálfþeytið eggjahvíturnar og bætið síðan sykrinum út í…

2011-03-17

Ég held

Filed under: Uncategorized — Jón Lárus @ 20:03

að dagurinn í dag sé eini dagur ársins sem er ekki helgaður einhverju málefni. Eins gott að njóta hans vel.

2011-03-13

Finnur nörd

Filed under: Fjölskyldan,Nördismi — Jón Lárus @ 22:51

Ég fékk bók um dulkóðun í afmælisgjöf um daginn (The code book eftir Simon Singh). Mjög skemmtileg bók, þannig að ég var fljótur með hana. Sagði síðan Finni eitthvað frá henni. Hann varð strax voða spenntur og byrjaði að lesa. Ég bjóst nú ekki við að hann myndi fara neitt langt í henni. Myndi kannski komast í gegnum fyrstu einn eða tvo kaflana í mesta lagi. Nei, nei það var nú eitthvað annað. Nú er hann meira en hálfnaður með bókina og farinn að demba yfir mig spurningum um Enigma dulmálsvél Þjóðverja. Mér finnst það reyndar ekkert slæmt.

2011-03-5

Það þarf ekki

Filed under: Bílar — Jón Lárus @ 23:55

mikið til að gleðja eigendur gamalla bíla. Dæmi um það er að núna í vikunni fórum við með gömlu beygluna okkar í skoðun. Fengum appelsínugulan miða í fyrstu tilraun og það var dansaður regndans af gleði.

Bloggaðu hjá WordPress.com.