Strč prst skrz krk

2011-02-23

Ruglað textavarp

Filed under: Ruglið — Jón Lárus @ 21:16

hjá okkur í bústað um síðustu helgi.

Kyrilískt textavarp

Einhvern veginn höfðu stillingar raskast þannig að textavarpið birtist með kyrilísku letri. Meðal dagskrárliða sem þarna má sjá eru:

20:11 Útsvar. Akranes – Reykjanesbær
22:53 Taggart – Hnífabrellan
og að síðustu
01:16 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

Neðst er svo auglýsing frá Hreyfli.

2011-02-17

Mylla Eschers

Filed under: Ýmislegt — Jón Lárus @ 23:34

lifnar við í þessu myndbandi. Vel gert, hvernig svo sem sá sem gerði myndbandið fór að þessu.

2011-02-13

Ertu ekki að grínast?

Filed under: Bílar — Jón Lárus @ 22:16

Hrökk upp úr mér í gærkvöldi þegar pústið á bílnum hrökk í sundur. Við vorum stödd úti á Seltjarnarnesi og skröngluðumst heim við illan leik með pústið skrapandi malbikið. Krossuðum putta fyrir hverja hraðahindrun en þær eru nokkrar á leiðinni. Þetta hefði kannski ekki verið í frásögur færandi nema núna er í uppsiglingu fjórða verkstæðisferðin á tveimur vikum.

Fyrri þrjár heimsóknir á verkstæðið voru pústi þó alls ótengdar heldur var vesen með kælibúnaðinn á honum. Hann lak kælivökva og rétta ástæðan fannst ekki fyrr en í þriðju tilraun. Fengum bílinn til baka loksins í fínu lagi á föstudaginn. Í gærmorgun byrjaði að heyrast pústhljóð (og við: þú hefðir nú getað verið aðeins fyrr á ferðinni með þetta) sem ágerðist yfir daginn og svo endaði það með að rörið fór alveg í sundur um kvöldið.

Ég skreiddist undir bílinn í morgun og náði að binda pústið upp. Síðan var farið með hann að verkstæðinu okkar. Spurning hvort að viðgerðagæjarnir verða ekki glaðir að sjá bílinn enn einu sinni?

2011-02-11

Sykurlaust síróp

Filed under: Matur — Jón Lárus @ 22:10

Ég rakst á innkaupaseðil í vinnunni í gær sem einhver hafði týnt og einhver annar hafði tínt og sett ofan á stimpilklukkuna. Í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema ég staðnæmdist við eitt atriði á listanum: Sykurlaust síróp! Þetta kom af stað hugsanaferli. Þetta er ekki til, ég meina síróp er ekkert annað en fljótandi sykur og það er ekki til sykurlaus sykur.

Ég talaði um þetta við vinnufélaga mína og þær umræður enduðu með því að við gúggluðum þetta og þá kom í ljós að sykurlaust síróp er sko aldeilis til.

Uppskriftin er væntanlega eitthvað í þessa áttina:

Vatn
Þykkiefni
Sætuefni
Bragðefni

Ef þetta er ekki ógeð þá veit ég ekki hvað!

2011-02-2

Grunsamlegur náungi á Njálsgötunni

Filed under: Ýmislegt — Jón Lárus @ 22:31

Við mundum eftir því í morgun, þegar ég var búinn að galla mig upp til að hjóla í vinnuna, að það þyrfti að kíkja á stöðuna á frostleginum á bílnum. Ég út í lambhúshettu og fullum skrúða með vasaljós og flösku af frostlegi. Þegar ég var búinn að tékka á stöðunni og ætlaði að læsa bílnum þá vildi hann ekki læsast. Ég skildi ekkert í því þar sem ég hafði bara opnað bílstjóramegin og svo húddið og hvort tveggja var vandlega lokað. Prófaði aftur og ekkert gekk. Opnaði bílstjóramegin og þá fór þjófavarnarkerfið í gang. Náði sem betur fer að slökkva fljótt á því. Tékkaði hinu megin og sá þá að ekki var nógu vel lokað. Bætti úr því og gat þá loksins læst bílnum. Ekkert grunsamlegt.

Bloggaðu hjá WordPress.com.