Strč prst skrz krk

2009-11-29

Penslasápa

Filed under: Uncategorized — Jón Lárus @ 23:59

Lenti í því núna fyrir nokkrum dögum þegar ég var að mála niðri í þvottahúsi að ég gleymdi að skola úr penslum og rúllu, sem ég hafði verið að nota. Áttaði mig ekki á því fyrr en daginn eftir og þá voru bæði penslar og rúlla náttúrlega orðin grjóthörð. Ég mundi þá eftir því að ég hafði lesið grein einhvern tímann í haust um að það væri til penslasápa sem væri hægt að leggja hörð málningaráhöld í og þau yrðu eins og ný. Ég ákvað að reyna þetta. Keypti brúsa af sápu og skellti penslum og rúllu í meðferð. Það kemur síðan í ljós að þetta efni kengvirkar. Penslarnir búnir að liggja í sápunni í tvo daga og orðnir mjúkir og fínir aftur. Spillir svo ekki fyrir að þetta er íslensk framleiðsla.

2009-11-21

Bruðl

Filed under: Ýmislegt — Jón Lárus @ 23:59

Mættum á Laugarnesveginum í morgun einum risapallbíl. Með einkanúmerinu: BRUÐL. Greinilegt að þessi var með smá húmor fyrir sjálfum sér.

2009-11-19

Hringekjan

Filed under: Uncategorized — Jón Lárus @ 23:55

Enn einu sinni er búið að taka einhver af eftirtöldum fyrirtækjum: SKÝRR, Kögun, Eskil, Landsteina-Streng og Teymi, setja í poka. Hrista svolítið. Hella úr pokanum og sjá hvað kemur út. Liggur við að eina fyrirtækið í bransanum, sem fái ekki að vera með sé Tölvuþjónusta Akraness (ok, ok HugurAx og TM software ekki heldur). Svona í lok kapalsins þá er Þórólfur Árnason alltaf látinn fjúka.

2009-11-17

Brjálæðið í þvottahúsinu

Filed under: Húsið — Jón Lárus @ 23:58

Nú er ég búinn að vera þrjár vikur að vesenast í þvottahúsinu. Verkefnið ca. hálfnað og það er smátt og smátt að komast mynd á þetta. Hérna eru nokkrar myndir eins og staðan er í dag:

Orðið þokkalega snyrtilegt hjá þvottavélunum, enda lögð ofuráhersla á að klára það svæði fyrst.
hilla yfir þvottavélum og frysti

Skorsteinshornið ekki komið alveg eins langt.
hálfmálað inn í skorsteinshorn

Ekki mikið búið að gerast hjá rafmagnstöflunni og hitaveitugrindinni.
rafmagnstaflan og drasl

Gluggaveggurinn ennþá fangelsisgrár.
inn í horn - vel yfirbreitt

Þarf svo að grafa upp myndirnar, sem voru teknar áður en ég byrjaði (svolítið langt síðan þær voru teknar). Hendi þeim inn þegar þetta verður búið.

2009-11-8

Loppa

Filed under: Uncategorized — Jón Lárus @ 23:26

er komin með nýjan uppáhaldsstað. Hana er oftast nú að finna í litlum stól, sem Finnur á.

Loppa og uppáhaldsstaðurinn

Hún kann svo alveg þetta með að láta fara vel um sig…

Loppa letidýr

2009-11-7

Blogn

Filed under: Blogg,Húsið — Jón Lárus @ 23:11

Þetta orð varð til hjá okkur Hildigunni fyrir einu eða tveimur árum síðan. Þetta valt upp úr mér óvart og Hildigunnur var með skýringu á reiðum höndum: Lítil virkni á bloggi.

Lítil virkni á blogginu undanfarið á sér sínar skýringar. Ég er ekkert hættur að blogga. Hef bara verið mjög önnum kafinn í smíðaverkefni í húsinu síðustu tvær vikur og hefur fátt annað komist að. Það kemur örugglega montfærsla þegar verkefninu er lokið. Að þessu sinni mundi ég meira að segja eftir því að taka fyrir myndir. Svo er bara spurning um hvort þær finnist.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.