Strč prst skrz krk

2007-09-29

Loksins, loksins

Filed under: Boltinn,Fjölskyldan — Jón Lárus @ 21:23

Fór á leik Vals og HK í úrvalsdeildinni í dag. Ekki annað hægt. Hef verið Valsari frá blautu barnsbeini og nú í fyrsta skipti í óratíma, sem þeir hafa átt raunverulega möguleika á að verða Íslandsmeistarar.

Dró alla krakkana með og við hjóluðum meira að segja fram og til baka. Um leikinn er nú svo sem ekki mikið að segja. En mínir menn gerðu nógu mikið til að merja sigur og hirða titilinn. Í fyrsta skipti í 20 ár! Núna sleppur maður að minnsta kosti við að heyra brandara um að bikarinn hafi verið með rúnaletri síðast þegar titillinn vannst eða þá að boltinn hafi verið reimaður saman.

Hálf var nú hráslagalegt að sitja þarna í gjólu og stundum rigningu þannig að þegar heim var komið skelltum við okkur öll (Hildigunnur líka) á Mokka og fengum okkur heitt súkkulaði með rjóma. Svíkur aldrei.

Ein athugasemd »

  1. […] fór á úrslitaleik í úrvalsdeildinni í lappablöðru í gær. Jón Lárus lýsir í færslu hjá sér. Þau hjóluðu meira að segja á völlinn, mest til að sleppa við bílakaosið sem […]

    Bakvísun af Öll fjölskyldan - nema ég « tölvuóða tónskáldið — 2007-09-30 @ 00:32 | Svara


RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: