orðinn undir bíl á leið heim úr boltanum á þriðjudaginn. Hjólaði eftir hjólastígnum á Lönguhlíð. Framhjá bíl, sem var lagt (ólöglega) á eyjunni milli stígsins og akbrautarinnar. Þá allt í einu kom bíll þar framhjá og beygði í veg fyrir mig á leið inn í innkeyrslu. Ég nauðhemlaði og ökumaðurinn reyndar líka þegar hann sá mig. Rétt náðum að afstýra árekstri. Hjartslátturinn í 130 það sem eftir var leiðarinnar.
2009-04-23
5 athugasemdir »
RSS feed for comments on this post. TrackBack URI
gaaah! :O
Athugasemd af hildigunnur — 2009-04-24 @ 01:01 |
Einu skiptin, sem ég lendi í svona þá er ég á leið heim úr boltanum. Segiði svo að fótbolti sé ekki hættulegur 😮
Athugasemd af Jón Lárus — 2009-04-24 @ 23:22 |
Úff – farðu varlega frændi – þú ert dýrmætur!
Athugasemd af Imba — 2009-04-26 @ 18:30 |
Takk, Imba. Fer alltaf varlega.
Athugasemd af Jón Lárus — 2009-04-27 @ 22:06 |
Já farðu nú varlega á þessum vígvelli umferðarinnar …
Athugasemd af Jón H — 2009-04-29 @ 23:42 |