Strč prst skrz krk

2008-09-21

Sorpu

Filed under: Nördismi — Jón Lárus @ 23:42

tékk.

Ákvað að tékka á því hvað við framleiðum mikið af sorpi, sem er urðað, hér á heimilinu. Er búinn að vigta allt, sem fer út í tunnu núna í hálfan mánuð og er bara nokkuð sáttur við niðurstöðurnar. Mér sýnist að á þessum hálfa mánuði þá sé hent út í tunnu rétt tæplega 1 kg af sorpi á dag. Gerði sams konar könnun fyrir svona 4-5 árum og þá var niðurstaðan 1,25 kg á dag.

Held að meðaltalið hér á Reykjavíkursvæðinu sé u.þ.b. 1 kg af sorpi á haus á dag. Ef það er rétt munað hjá mér þá framleiðum við ekki nema 1/5 af meðaltalinu enda flokkum við til endurvinnslu bókstaflega allt, sem hægt er að flokka. Eina sem við gerum ekki er að vera með jarðgerð úr matarafgöngum. Þegar við stígum það skref verður ekki mikið eftir fyrir tunnuna.

11 athugasemdir »

  1. Og jarðgerð er mjög einfalt mál. Ef maður sleppir kjöt og fiskafgöngum. Á mínu heimili verður einhverra hluta vegna reyndar aldrei afgangur af kjöti og fiskur yfirleitt soðinn í mátulegum skömmtum. Það er helst dálkur úr kjúklingum sem fer í ruslið.

    Athugasemd af Þorbjörn — 2008-09-22 @ 08:21 | Svara

  2. Bravó.

    Athugasemd af parisardaman — 2008-09-22 @ 08:22 | Svara

  3. já, við erum líka mjög dugleg að borða afganga, þannig að það er heldur ekki sérlega mikið eftir af slíku, aðallega náttúrlega hýði og annar úrgangur. Kisa er auðvitað dugleg við fiskafgangana líka. Aðal vandamálið með lífrænan úrgang er bara plássleysið, maður nennir kannski ekki að hlaupa út með hvert einasta snitti og það er eiginlega ekkert pláss fyrir svona ruslatunnu inni.

    Athugasemd af hildigunnur — 2008-09-22 @ 08:42 | Svara

  4. […] Published 2008-09-22 nördismi , ýmislegt er með ofurnördafærslu á síðunni í dag, um sorpflokkun og mælingar. Hreint ekki slæmur árangur, þó við segjum […]

    Bakvísun af bóndi minn « tölvuóða tónskáldið — 2008-09-22 @ 08:49 | Svara

  5. Sko ykkur! Við flokkum afar lítið – af þeirri einföldu ástæðu að það er tekið við litlu hérna á svæðinu. En við sorterum það frá sem hægt er.

    Athugasemd af Harpa J — 2008-09-22 @ 09:31 | Svara

  6. Við vorum með stóra græna tunnu í sk. sorter í innréttingunni en síðustu ár höfum við bara haft eina hrærivélaskál á bekknum í eldhúsinu og tæmt hana á eins til tveggja daga fresti. Lítið mál.

    Athugasemd af Þorbjörn — 2008-09-22 @ 11:10 | Svara

  7. já, það er nebbla málið með plássið á eldhúsborðunum 😛

    Athugasemd af hildigunnur — 2008-09-22 @ 12:02 | Svara

  8. Þetta fyrirkomulag með hrærivélarskálina hjá vaskinum er líka það sem hefur reynst best á mínu heimili. Ekki er það verra að maður er kannski eitthvað sóðalegur á höndunum, eða að gera margt í einu þegar maður er með þessa matarafganga í höndunum og þá er ágætt að geta bara hent þessu beint í skál án þess að þurfa að opna ruslaskáp. Svo fer maður bara með þetta út þegar maður þarf hvort sem er að viðra hundinn seinna um kvöldið… fá sér hund 😛 🙂 það er lausnin.

    Athugasemd af Fríða — 2008-09-22 @ 16:41 | Svara

  9. Þorbjörn, hehe góður. Parísardama, takk, takk. Harpa, það er nú svosem ekkert langt síðan plast og fernuflokkun bættist við hérna. Munaði heilmikið um það. Þorbjörn og Fríða, gott dæmi um að lausn á einu vandamáli geti af sér annað. Annaðhvort að fara út með skálina á hverjum degi eða fara út að viðra hundinn og fara með skálina út í leiðinni. Held ég myndi bara fara út með skálina. Ekki svo mikið mál.

    Annars erum við að spá í hvort við ættum ekki bara að losa okkur við aðra sorptunnuna, sem við erum með hérna. Það er hvort eð er ekki nema önnur þeirra full nema í algjörum undantekningartilvikum. Nágranni okkar á efri hæðinni er alveg til í það. Þá kæmum við fyrir jarðgerðartunnu í garðinum.

    Athugasemd af Jón Lárus — 2008-09-22 @ 20:33 | Svara

  10. Hmm, þjálfa köttinn í að fara út með skálina?

    kannski ekki…

    Athugasemd af hildigunnur — 2008-09-22 @ 23:58 | Svara

  11. Væri það nú ekki svolítið mikið lagt á Loppu greyið?

    Athugasemd af Jón Lárus — 2008-09-23 @ 22:00 | Svara


RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Bloggaðu hjá WordPress.com.