Var ekkert smá utan við mig þegar ég var að elda pizzur fyrir okkur krakkana áðan. Var búinn að fletja út botninn á báðum pizzunum, setja tómatmaukið á og dreifa osti yfir.
Henti síðan annarri pizzunni inn í ofninn og fattaði meira að segja ekki að ég ætti eftir að setja afganginn af álegginu á pizzuna þegar ég athugaði hvort hún væri að verða bökuð.
Áttaði mig síðan þegar ég tók pizzuna út. Fengum þá út úr þessu eina margarítu og eina með fullt af parmaskinku og kryddjurtum.
Færðu inn athugasemd