Strč prst skrz krk

2008-05-2

Að teika

Filed under: Ýmislegt,Fjölskyldan — Jón Lárus @ 22:32

Var einhvern tímann um daginn (í kuldakastinu) að tala við stelpurnar um það að teika. Þær urðu eitt spurningamerki í framan; höfðu ekki minnstu hugmynd um hvað það þýddi.
Ég útskýrði fyrir þeim hvað þetta hefði verið. Fattaði um leið að það er ekkert hægt að teika bíla lengur. Enga handfestu að fá á þessum nýju bílum. Fyrir utan svo að það snjóar kannski á 7 eða 8 ára fresti núorðið.

Trivial gullkorn

Filed under: Dægradvöl — Jón Lárus @ 22:10

Við tókum einn Tribba fyrir nokkrum kvöldum. Hildigunnur var búin að segja frá tveimur eða þremur kommentum, sem ulltu upp úr Finni.

Fífa átti líka sína spretti. Hvað haldið þið t.d. að hafi verið spurt um þegar hún svaraði: „Jói risi, sjoppan, beljan og hjólabúðin“?

Dæmi

Filed under: Boltinn,Ruglið — Jón Lárus @ 00:57

um hroðvirknisleg vinnubrögð á mbl.is (eitt af mörgum og aðrir vefmiðlar eru síður en svo undanskildir). Þetta var bara svo æpandi að ég gat ekki setið á mér; tilvitnun hefst:

„Skoska liðið Rangers og rússneska liðið Zenit St Petersburg leika til úrslita í UEFA-bikarnum. St Petersburg gerði sér lítið fyrir og skellti þýska stórliðinu, 4:0, í síðari viðureign liðanna í undanúrslitum í kvöld og vann samanlagt, 5:1“.

Þarna kemur hvergi fram hvaða þýska stórlið það var, sem Zenit skellti (tek fram að þetta er úrklippa úr fréttinni en ég las hana alla og það vantar bara alveg upplýsingarnar um mótherja Zenit). Ég fann svo eftir öðrum leiðum að Zenit hafði skellt Bayern München.

Þar sem ég þoli alls ekki BM, þá er klárt að ég held með Zenit í úrslitaleiknum.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.