Strč prst skrz krk

2008-05-13

Hvað er svo málið

Filed under: Ruglið — Jón Lárus @ 22:48

með allar þessar hálfvitalegu auglýsingar, sem eru í gangi þessa dagana. Lenti í því að sjá nokkrar auglýsingar meðan ég horfði á formúluna á sunnudaginn. þær voru hver annarri furðulegri. Húsasmiðjuauglýsingaherferðin var samt fáránlegust; fólk með stórt nef og undarlega hárgreiðslu. Hvernig þetta á að hvetja mig til að fara í Húsasmiðjuna er mér hulin ráðgáta. Yfirleitt hefur svona lagað þveröfug áhrif á mig. Held ég sé ekkert að flýta mér í Húsasmiðjuna meðan þessi herferð gengur yfir.

Það er stórhættulegt

Filed under: Hjólreiðar,Ruglið — Jón Lárus @ 19:30

að byrja að hreinsa einhvern hluta af bíl/hjóli. Var að gera við sprungið dekk áðan og asnaðist til að þurrka af gjörðinni. Þegar hún var orðin fín og glansandi þá æpti skíturinn á brettunum, stellinu og framgjörðinni á mig. Þannig að þetta endaði á því að ég þurrkaði af öllu hjólinu. Er ekki mórallinn í sögunni: Maður á að láta kjurrt?

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.