Strč prst skrz krk

2007-03-23

Meiri matur

Filed under: Matur — Jón Lárus @ 23:51

Ekki nóg með að vera matgæðingur vikunnar í Mogganum. Ég skoraði á Hallveigu mágkonu, sem næsta matgæðing. Hún eldaði Moggamatinn í kvöld og bauð okkur í heimsókn. Þetta var náttúrlega mjög flott hjá henni og Jóni, ekki að spyrja að því. Takk fyrir okkur.

Eitt sem var fyndið. Við kipptum með einni hvítvínsflösku (Villa Maria, riesling frá Nýja Sjálandi 2002 árg.), sem við vorum búin að eiga í smá tíma.  Kom svo í ljós að með forréttinum var Hallveig með nákvæmlega sama vín bara þremur árum yngra.  Þannig að algerlega óvart lentum við í samanburðarvínsmakki.

Maður hefði ekki trúað því að óreyndu að það gæti verið svona mikill munur á árgöngum frá svæðum eins og Nýja Sjálandi þar sem veður eru jafnlynd, en það var ótrúlegur munur á þessum vínum.  Gamla vínið, sem við komum með var í fullu fjöri þó það væri fimm ára gamalt og með skrúftappa.   Líka gaman að komast að því að skrúftappavín geti geymst lengur en 1-2 ár.

6 athugasemdir »

  1. hvað er að skrúftöppum svona tæknilega séð? geymast vín verr þannig? mér finnst orðið meira af skrúftappavínum núna en áður, en það gæti verið skilmysingur…

    Athugasemd af baun — 2007-03-27 @ 09:49 | Svara

  2. Ég held að það sé bara ekkert að þeim. Þeir eru að flestu leyti jafngóðir eða betri en korktapparnir og eru lausir við aðalgalla þeirra, sem er að ákveðinn hluti af víninu skemmist vegna gallaðra tappa. Fyrir langflest vín er því skrúftappinn alveg fullgild lausn. Einu undantekningarnar eru hugsanlega bestu vínin, sem þroskast við geymslu. Þar getur verið að korkurinn sé betri vegna þess að hann hafi þá áhrif á þroska vínsins. Meiri vínspekúlantar en ég gætu svarað því.

    Þar sem frekar stutt er síðan skrúftappar fóru að sjást að ráði (t.d. var þetta fyrsti árgangurinn af víninu, sem ég minntist á) þá er ekki komin mikil reynsla á hvað geymsluþolið er mikið. Í flestum tilvikum þá eru vín með skrúftöppum ódýr vín, sem þola hvort eð er ekki mikla geymslu. Villa Maria er ein af örfáum undantekningum, sem ég hef séð.

    Ég á samt bágt með að trúa því að við eigum eftir að sjá bestu frönsku vínin með skrúftappa. Ég held að snobbið í kringum korkinn sé of mikið til að það gerist nokkurn tímann. Þar að auki er alltaf ákveðin stemmning við það að draga tappa úr flösku.

    Athugasemd af Jón Lárus — 2007-03-27 @ 22:19 | Svara

  3. verði þér að góðu 😀 þetta var mjö mjö skemmtilegt alltsaman.

    Athugasemd af Vælan — 2007-03-29 @ 09:47 | Svara

  4. Mjög svo. Verður svo spennandi að sjá greinina með þér á morgun.

    Athugasemd af Jón Lárus — 2007-03-29 @ 23:01 | Svara

  5. Jón, mér finnst þetta áhugavert með skrúftappann – gaman að heyra að svona „gamalt“ hvítvín frá nýja heiminum hafi haft það gott undir skrúftappanum.

    Athugasemd af Arnar — 2007-04-4 @ 15:13 | Svara

  6. Kannski er skrúftappinn bara málið líka fyrir fínni vínin. Hver veit?

    Athugasemd af Jón Lárus — 2007-04-5 @ 00:29 | Svara


RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: