Strč prst skrz krk

2007-11-21

Hvar er Björg?

Filed under: Ruglið — Jón Lárus @ 18:43

Síðdegis á laugardaginn var bankað upp á hjá okkur niðri. Ég fór til dyra. Fyrir utan stóð maður, sem var hálf vandræðalegur. Sagði: „Ég veit nú ekkert hvort ég er á réttum stað. En ég er að leita að Björgu vinkonu hennar Evu. Ég veit því miður ekki meira.“  Ég sagði honum að engin Björg byggi í húsinu og það sem meira væri að engin slík hefði búið í því síðastliðin tólf og hálft ár, að minnsta kosti.  Bætti því síðan við að það sama gilti um Evu.  Maðurinn virtist nú ekki alveg ánægður með þessi svör og spurði hvort ég væri alveg viss um þetta.  Já, ég var alveg viss.  Þá kvaddi hann og fór.

Um klukkan hálf ellefu á sunnudagskvöldið var aftur bankað. Sami maður stóð fyrir utan. Greinilega aðeins búinn að uppfæra hjá sér upplýsingarnar, spurði: „Ég hef komið hérna áður er það ekki? Ég er að leita að Björgu Sveinbjarnardóttur (minnir að hann hafi sagt það), getur verið að hún búi hér?“ Eins og áður þá þvertók ég fyrir það að hér byggi nein Björg. Eins og áður virtist hann ekki alveg ánægður með þetta svar en sagði síðan eitthvað á þá leið að fyrst ég segði það þá yrði hann að trúa mér.

Nú bíð ég bara eftir að hann birtist í þriðja skiptið. Verður spennandi að sjá hvaða upplýsingar hann verður búinn að grafa upp um hana Björgu…

6 athugasemdir »

 1. Ég er eiginlega alveg viss um að ég heiti ekki Björg 😮

  Athugasemd af hildigunnur — 2007-11-21 @ 22:38 | Svara

 2. Freyja á reyndar vinkonu sem heitir Eva, en hún heitir heldur ekki Björg. Hún heitir Freyja…

  Athugasemd af hildigunnur — 2007-11-21 @ 22:39 | Svara

 3. […] Published 2007-11-21 ruglið ég slapp nú við manninn sem leitar að Björgu, ennþá að minnsta […]

  Bakvísun af undarleg heimsókn « tölvuóða tónskáldið — 2007-11-21 @ 23:24 | Svara

 4. Snögg uppfletting í þjóðskrá segir mér að maðurinn hafi verið að rugla saman götum og jafnvel Íslendingasögum, hann hafi haldið að Njáll væri Grettir.

  Athugasemd af Eyja njósnari — 2007-11-22 @ 09:00 | Svara

 5. jamm, við vorum nú ekki búin að skoða þjóðskrá 😀

  Athugasemd af hildigunnur — 2007-11-22 @ 18:27 | Svara

 6. En að geta ruglað saman þessum tveimur köppum er með öllu óskiljanlegt 😛

  Athugasemd af Jón Lárus — 2007-11-22 @ 21:08 | Svara


RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Bloggaðu hjá WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: