Strč prst skrz krk

2007-08-11

Var

Filed under: Þríþraut — Jón Lárus @ 18:20

svo að taka ákvörðun í morgun. Mig hefur lengi dreymt um að hlaupa maraþon í þriðja og síðasta skipti. Það átti þá að vera eitthvað stórt. Boston, New York, London eða eitthvað álíka. Ekki San Francisco samt.

Ákvað hins vegar í morgun að hætta við þá áætlun. Í staðinn er stefnan tekin á að taka þátt í þríþrautarkeppni. Ólympískri vegalengd. Það er að segja 1500 m sund, 40 km hjólreiðar og 10 km hlaup. Veit samt ekki ennþá hvar. Er samt þegar búinn að setja mér tímamarkmið.

5 athugasemdir »

 1. Hvaða tíma áttu í heilu?
  Ertu á maraþonskránni?

  Athugasemd af Gísli — 2007-08-15 @ 21:21 | Svara

 2. Betri tíminn minn í heilu er 3:17:32 sett í Reykjavíkurmaraþon 1987. Svo á ég tíma úr Kaupmannahafnarmaraþoni 1992, sem var slakari. 3:34 eitthvað minnir mig. Hef ekki hugmynd um hvort ég er á maraþonskránni eða ekki.
  Ert þú hlaupari og ef svo er hvaða tíma áttu?

  Athugasemd af Jón Lárus — 2007-08-16 @ 18:52 | Svara

 3. Kíkti svo á síðuna og samkvæmt henni er ég í 133. sæti. Ekki sem verst.

  Athugasemd af Jón Lárus — 2007-08-16 @ 19:02 | Svara

 4. Ég gáði reyndar líka, sá að þú átt nafna þarna. Minn skásti tími er 3.12,15 árið 1989. Þú ert skráður með eitt en átt að hafa tvö. Ég leiðrétti þetta.

  Athugasemd af Gísli — 2007-08-16 @ 21:05 | Svara

 5. Það er snilld. Takk.

  Athugasemd af Jón Lárus — 2007-08-17 @ 20:57 | Svara


RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: